Erlent

Sérfræðingastjórn tekur við

mario Monti kynnir stjórnina Stefna nýju stjórnarinnar verður kynnt á þingi í dag.
mario Monti kynnir stjórnina Stefna nýju stjórnarinnar verður kynnt á þingi í dag. nordicphotos/AFP
Hagfræðingurinn Mario Monti kynnti í gær ríkisstjórn sína, sem ekki er skipuð neinum atvinnustjórnmálamanni. Sjálfur ætlar hann að vera bæði forsætisráðhera og efnahagsráðherra, en aðrir ráðherrar koma úr röðum bankamanna, háskólamanna, stjórnarerindreka og framkvæmdastjóra stórfyrirtækja.

Monti sagðist ætla að kynna á þingi í dag áform sín um niðurskurð og aðhald í ríkisfjármálum, þær fórnir sem lagðar yrðu á þjóðina til að koma Ítalíu í gegnum þá efnahagserfiðleika sem ógna stöðugleika og framtíð alls evrusvæðisins.

Ríkisskuldir Ítalíu nema 1,9 milljörðum evra, eða 304 milljörðum króna, en sú fjárhæð nemur 120 prósentum af þjóðarframleiðslu.

Allt fram á síðasta sumar virtist Ítalía ætla að sleppa við efnahagsvandræðin sem herjuðu á önnur skuldug evruríki. En þegar endalaust virtist ætla að dragast á langinn að stjórn Silvio Berlusconi kæmi í framkvæmd þeim efnahagsumbótum sem hann hafði lofað misstu markaðir trú á Ítalíu.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×