Lífið

Kim og Kris í tölum

Kim Kardashian og Kris Humphries eru að skilja, þau þurfa hins vegar ekki að gráta glataðar krónur því þau græddu umtalsvert á hjónabandinu.
Kim Kardashian og Kris Humphries eru að skilja, þau þurfa hins vegar ekki að gráta glataðar krónur því þau græddu umtalsvert á hjónabandinu.
Fátt hefur vakið meira athygli en skilnaður raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og Kris Humphries. Hjónaband þeirra entist aðeins í 72 daga þrátt fyrir að öllu hefði verið tjaldað til þegar þau játuðust hvort öðru frammi fyrir Guði og E!-sjónvarpsstöðinni.

Tölurnar í kringum hjónabandið eru ansi skondnar. Humphries er meðal annars 2,06 metrar á hæð en Kardashian er ekki nema 1,57 metrar. Þau þurftu að borga 20 milljónir dollara fyrir brúðkaupið sitt, sem þótti einkar glæsilegt, en í staðinn græddu þau 18 milljónir dollara, með sölu á sjónvarpsrétti og myndatöku. Kim pantaði þrjá Veru Wang-kjóla fyrir athöfnina, kampavín fyrir 400 þúsund dollara og 750 þúsund dollara fyrir veitingarnar. Og allt var þetta frítt. Ef allt er tekið saman þénaði parið á þessum 72 dögum 250 þúsund dollara á dag samkvæmt breska blaðinu Daily Mail.

Sá sem hefur grætt einna mest á þessu hjónabandi er Humphries. Hann fékk fjörutíu þúsund dollara fyrir hvern leik í NBA-deildinni; í dag þénar hann 250 þúsund dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.