Innlent

Góð loðna í grænlenskri lögsögu

Víkingur landaði fyrstu loðnu vertíðarinnar um helgina.
Víkingur landaði fyrstu loðnu vertíðarinnar um helgina. Mynd/karl sigurjónsson
Fyrstu loðnunni á vertíðinni var landað á Vopnafirði um helgina. Víkingur AK, skip HB Granda, færði að landi þúsund tonna farm af stórri loðnu sem fékkst í grænlenskri lögsögu.

Á vef HB Granda er haft eftir Guðmundi Hafsteinssyni, stýrimanni á Víkingi, að ástandið á miðunum sé með ágætum. Þar lóði á torfur á þónokkuð stóru svæði en þær mættu þó vera þéttari, að hans sögn.

Í byrjun september var gefin út heimild til íslenskra loðnuveiðiskipa á komandi loðnuvertíð til veiða á rúmlega 180 þúsund tonnum. Um er að ræða upphafsheimild sem er nokkru fyrr á ferðinni en síðasta vetur. Á síðasta vetri námu loðnuheimildir alls 325 þúsund tonnum en þar af fóru um 73 þúsund tonn til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamningum. Miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir er líklegt að hluti íslenskra skipa af heildinni verði um hálf milljón tonna af 732 þúsund tonna ráðlögðum upphafskvóta.

Varlega áætlað og miðað við hagstæða samsetningu í bræðslu aflans, frystingar og hrognavinnslu má reikna með að heildarverðmæti úr sjó verði 20 til 30 milljarðar króna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×