Vekja athygli á tíðum slysum ungmenna 8. október 2011 07:30 „Það er nauðsynlegt að hafa augun opin fyrir gangandi vegfarendum“ heitir myndin hans Sindra sem sigraði í fyrsta hluta keppninnar. mynd/sindri benediktsson Fjöldi alvarlegra umferðarslysa meðal ungs fólks er kveikjan að keppninni Vertu til, sem Umferðarstofa hefur efnt til meðal framhaldsskólanema. Slagorð keppninnar er Lifum af – fækkum banaslysum í umferðinni. Keppt er um besta vefsjónvarpsþáttinn, besta slagorðið, bestu ljósmyndina og bestu krækjuna á netinu og geta bæði skólar og einstaklingar unnið. Framhaldsskólunum er skipt niður í fjóra riðla og er keppni í fyrsta riðlinum lokið. Menntaskólinn við Hamrahlíð var sigursæll í þeim riðli. Skólinn sendi inn besta vefsjónvarpsþáttinn og Hjalti Vigfússon, nemandi skólans, átti besta slagorðið: „ekki leggja líf þitt í hendur, þess sem er kenndur.“ Þá átti Sindri Benediktsson bestu ljósmyndina. „Það myndaðist ákveðin stemning innan skólans og hópsins,“ segir Sindri. Hann segist viss um að keppni af þessu tagi hafi áhrif á ungt fólk. Hann sjálfur hafi tekið þátt bæði vegna boðskaparins og verðlaunanna sem voru í boði. „Keppnin var auglýst í skólanum af Umferðarstofu, ég ákvað bara að slá til, fékk lánaða myndavél og tók myndina.“ Ákveðið var að halda keppnina til að vekja athygli á því hversu algeng alvarleg umferðarslys eru hjá ungu fólki. Það sem af er ári hafa þrír sautján ára drengir látist í umferðarslysum. Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, segir að framhaldsskólanemar séu einstaklega frjóir og hugmyndaríkir, líkt og sjáist af þátttöku þeirra í keppninni. „Öll þessi slagorð og myndir og myndbönd eru rosalega flott og þessu hefur verið mjög vel tekið.“ Ætlunin er að fá ungt fólk til að tala við annað ungt fólk í stað þess að ávallt séu fullorðnir að segja þeim til. „Þetta eru þeirra raddir, orðfæri og skilaboð.“thorunn@frettabladid.is Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Fjöldi alvarlegra umferðarslysa meðal ungs fólks er kveikjan að keppninni Vertu til, sem Umferðarstofa hefur efnt til meðal framhaldsskólanema. Slagorð keppninnar er Lifum af – fækkum banaslysum í umferðinni. Keppt er um besta vefsjónvarpsþáttinn, besta slagorðið, bestu ljósmyndina og bestu krækjuna á netinu og geta bæði skólar og einstaklingar unnið. Framhaldsskólunum er skipt niður í fjóra riðla og er keppni í fyrsta riðlinum lokið. Menntaskólinn við Hamrahlíð var sigursæll í þeim riðli. Skólinn sendi inn besta vefsjónvarpsþáttinn og Hjalti Vigfússon, nemandi skólans, átti besta slagorðið: „ekki leggja líf þitt í hendur, þess sem er kenndur.“ Þá átti Sindri Benediktsson bestu ljósmyndina. „Það myndaðist ákveðin stemning innan skólans og hópsins,“ segir Sindri. Hann segist viss um að keppni af þessu tagi hafi áhrif á ungt fólk. Hann sjálfur hafi tekið þátt bæði vegna boðskaparins og verðlaunanna sem voru í boði. „Keppnin var auglýst í skólanum af Umferðarstofu, ég ákvað bara að slá til, fékk lánaða myndavél og tók myndina.“ Ákveðið var að halda keppnina til að vekja athygli á því hversu algeng alvarleg umferðarslys eru hjá ungu fólki. Það sem af er ári hafa þrír sautján ára drengir látist í umferðarslysum. Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu, segir að framhaldsskólanemar séu einstaklega frjóir og hugmyndaríkir, líkt og sjáist af þátttöku þeirra í keppninni. „Öll þessi slagorð og myndir og myndbönd eru rosalega flott og þessu hefur verið mjög vel tekið.“ Ætlunin er að fá ungt fólk til að tala við annað ungt fólk í stað þess að ávallt séu fullorðnir að segja þeim til. „Þetta eru þeirra raddir, orðfæri og skilaboð.“thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira