Innlent

Lífshættuleg árás vegna fíkniefna

Kvað upp dóminn yfir mönnunum tveimur.
Kvað upp dóminn yfir mönnunum tveimur.
Tveir menn hafa verið dæmdir í tólf og fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og til að greiða fórnarlambinu 600 þúsund krónur. Níu mánuðir af þyngri refsingunni eru skilorðsbundnir.

Mennirnir tveir brutust inn til fórnarlambsins. Annar þeirra tók húsráðandann kverkataki. Hinn maðurinn gekk síðan í skrokk á honum og veitti honum áverka, suma hverja lífshættulega. Hann rifbeinsbrotnaði og lunga hans féll saman, auk fleiri meiðsla.

Í dómi Héraðsdóms Reykjaness kemur fram að árásarmönnunum tveimur bar ekki saman um ástæðu þess að þeir fóru heim til mannsins og benti hvor á hinn. Annar árásarmaðurinn sagði að hinn hefði ráðist á manninn vegna fíkniefnadeilna. Handrukkarar hefðu mætt á heimili þess síðargreinda eftir að fórnarlambið hefði stolið frá honum fíkniefnum og komið honum í skuld.

Sá árásarmannanna sem átti að hafa orðið fyrir fíkniefnastuldinum kvað félaga sinn hafa ráðist á fórnarlambið vegna kvennamála. Um var að ræða konu sem annar árásarmaðurinn hafði búið með og átti barn með, en bjó þegar þarna var komið sögu með hinum árásarmanninum og átti von á barni með honum. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×