Palestínumenn búa sig undir sjálfstæði 14. september 2011 07:30 Erlendir ferðamenn í Ramallah sýna táknrænan stimpil með merki sjálfstæðs Palestínuríkis, sem þeir fengu hjá palestínskum baráttumönnum. Mynd/AFPf Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gengur þá væntanlega á fund Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og leggur fram formlega beiðni um viðurkenningu. Ísraelskum stjórnvöldum líst ekki alls kostar á þessi áform, sem fela í sér ósk um viðurkenningu á landamærum Palestínu og Ísraels eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Litlar líkur eru reyndar á því að Palestínumenn hljóti viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna sem fullgilt aðildarríki, því til þess þarf samþykki allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hafa Bandaríkjamenn sagst ætla að beita neitunarvaldi. Palestínumenn eiga hins vegar möguleika á að Allsherjarþingið samþykki að veita Palestínu áheyrnaraðild, sem í sjálfu sér væri aðeins táknræn staða en gæti þó haft óútreiknanleg áhrif á þróun mála í Mið-Austurlöndum. Arabíska vorið svonefnda, sem hófst fyrir níu mánuðum með uppreisn almennings gegn stjórnvöldum í hverju arabaríkinu á fætur öðru, hefur bæði aukið þrýsting á ísraelsk stjórnvöld og skapað vaxandi óvissu um framtíðarmöguleika Ísraelsríkis í miðjum arabaheiminum. Tyrknesk stjórnvöld, sem undanfarin ár höfðu gert sér far um að bæta sambandið við Ísrael, hafa nú allra síðustu vikurnar gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld harðlega, ekki síst fyrir að neita að biðjast afsökunar á árásinni á skipalestina sem siglt var frá Tyrklandi til Gasa á síðasta ári. Tyrkir hafa rekið sendiherra Ísraels úr landi og segjast ætla að veita næstu skipalest, sem reyna á að sigla til Gasa á næstunni, herfylgd. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sakaði Ísraelsstjórn um að hegða sér eins og spilltur krakki og einangra eigin þjóð með stefnu sinni. „Ísraelar losnar ekki úr einangrun sinni fyrr en þeir fara að haga sér eins og skynsamlegt, ábyrgt, alvarlegt og eðlilegt ríki,“ sagði hann á leiðtogafundi Arababandalagsins í Kaíró í gær. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verður sett í New York, ætla Palestínumenn að fara fram á viðurkenningu á stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, gengur þá væntanlega á fund Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og leggur fram formlega beiðni um viðurkenningu. Ísraelskum stjórnvöldum líst ekki alls kostar á þessi áform, sem fela í sér ósk um viðurkenningu á landamærum Palestínu og Ísraels eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Litlar líkur eru reyndar á því að Palestínumenn hljóti viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna sem fullgilt aðildarríki, því til þess þarf samþykki allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna og þar hafa Bandaríkjamenn sagst ætla að beita neitunarvaldi. Palestínumenn eiga hins vegar möguleika á að Allsherjarþingið samþykki að veita Palestínu áheyrnaraðild, sem í sjálfu sér væri aðeins táknræn staða en gæti þó haft óútreiknanleg áhrif á þróun mála í Mið-Austurlöndum. Arabíska vorið svonefnda, sem hófst fyrir níu mánuðum með uppreisn almennings gegn stjórnvöldum í hverju arabaríkinu á fætur öðru, hefur bæði aukið þrýsting á ísraelsk stjórnvöld og skapað vaxandi óvissu um framtíðarmöguleika Ísraelsríkis í miðjum arabaheiminum. Tyrknesk stjórnvöld, sem undanfarin ár höfðu gert sér far um að bæta sambandið við Ísrael, hafa nú allra síðustu vikurnar gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld harðlega, ekki síst fyrir að neita að biðjast afsökunar á árásinni á skipalestina sem siglt var frá Tyrklandi til Gasa á síðasta ári. Tyrkir hafa rekið sendiherra Ísraels úr landi og segjast ætla að veita næstu skipalest, sem reyna á að sigla til Gasa á næstunni, herfylgd. Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sakaði Ísraelsstjórn um að hegða sér eins og spilltur krakki og einangra eigin þjóð með stefnu sinni. „Ísraelar losnar ekki úr einangrun sinni fyrr en þeir fara að haga sér eins og skynsamlegt, ábyrgt, alvarlegt og eðlilegt ríki,“ sagði hann á leiðtogafundi Arababandalagsins í Kaíró í gær. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira