Innflytjendamálin ekki lengur málið 5. september 2011 06:00 Leiðtogi Sósíaldemókrata gerir sér vonir um að verða forsætisráðherra fyrstu stjórnar vinstri flokkanna í áratug. nordicphotos/AFP Skoðanakannanir sýna enn yfirburði vinstri flokkanna í Danmörku, nú þegar rétt rúm vika er eftir til kosninga, eftir þriggja kjörtímabila samfellda stjórnartíð hægri manna. Efnahagsvandi ríkisins yfirgnæfir önnur kosningamál. Svo virðist sem hörð útlendingastefna virki ekki lengur vel til atkvæðaveiða í Danmörku. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast Danir almennt komnir á þá skoðun að hún sé nógu ströng nú þegar. Minnihlutastjórn Venstre og Íhaldsflokksins hefur verið við völd í áratug, með stuðningi Danska þjóðarflokksins. Þessi stjórn hefur því haft nægan tíma til að koma í framkvæmd helstu málum sínum, sem ekki síst snerust um að setja innflytjendum í Danmörku strangari skorður. Meðal annars var stofnað sérstakt aðlögunarmálaráðuneyti, sem hefur það hlutverk að halda utan um mál innflytjenda og útlendinga. Umdeildar voru einnig reglur, sem settar voru um að útlendingur geti ekki gifst Dana nema báðir einstaklingarnir hafi náð 24 ára aldri. Vinstri flokkarnir vilja draga í land í þessum efnum, meðal annars bæði leggja niður aðlögunarmálaráðuneytið og fella niður 24 ára regluna. Núna er það fyrst og fremst efnahagsvandi þjóðarinnar sem brennur á kjósendum frekar en innflytjendamálin. Stóru kosningamálin snúast um leiðir til að draga úr ríkisútgjöldum og auka tekjur ríkisins. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, formaður Venstre, ákvað seint í ágúst að kosningar skyldu haldnar 15. september, nokkrum vikum áður en kjörtímabil stjórnarinnar rennur út, sem er í nóvember næstkomandi. Skoðanakannanir hafa síðan verið birtar nánast daglega og sýndu strax yfirburði vinstriflokkanna. Þeim hefur verið spáð 92 til 95 þingsætum af 175, en nú allra síðustu daga hefur forskot vinstri flokkanna reyndar minnkað eitthvað. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun treysta flestir Lars Løkke Rasmussen til að vera forsætisráðherra áfram, eða tæp 20 prósent, en næst mesta traustsins nýtur Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka flokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins, þykir engu að síður líklegust til að verða næsti forsætisráðherra í krafti þess að vera formaður stærsta flokks vinstriblokkarinnar. Enn sem komið er er vart sjáanlegt að hið óvænta bandalag smærri stjórnarflokksins, nefnilega Íhaldsflokksins, við Róttæka flokkinn, sem er vinstra megin í kosningalitrófinu, um náið samstarf eftir kosningarnar, muni hafa veruleg áhrif á kjósendur. Báðir flokkarnir líta á sig sem miðjuflokka og bandalag þeirra raskar þeirri tvískiptingu danskra stjórnmálaflokka í hægriblokk og vinstriblokk, sem lengi hefur verið ráðandi í danskri stjórnmála-umræðu. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira
Skoðanakannanir sýna enn yfirburði vinstri flokkanna í Danmörku, nú þegar rétt rúm vika er eftir til kosninga, eftir þriggja kjörtímabila samfellda stjórnartíð hægri manna. Efnahagsvandi ríkisins yfirgnæfir önnur kosningamál. Svo virðist sem hörð útlendingastefna virki ekki lengur vel til atkvæðaveiða í Danmörku. Samkvæmt skoðanakönnunum virðast Danir almennt komnir á þá skoðun að hún sé nógu ströng nú þegar. Minnihlutastjórn Venstre og Íhaldsflokksins hefur verið við völd í áratug, með stuðningi Danska þjóðarflokksins. Þessi stjórn hefur því haft nægan tíma til að koma í framkvæmd helstu málum sínum, sem ekki síst snerust um að setja innflytjendum í Danmörku strangari skorður. Meðal annars var stofnað sérstakt aðlögunarmálaráðuneyti, sem hefur það hlutverk að halda utan um mál innflytjenda og útlendinga. Umdeildar voru einnig reglur, sem settar voru um að útlendingur geti ekki gifst Dana nema báðir einstaklingarnir hafi náð 24 ára aldri. Vinstri flokkarnir vilja draga í land í þessum efnum, meðal annars bæði leggja niður aðlögunarmálaráðuneytið og fella niður 24 ára regluna. Núna er það fyrst og fremst efnahagsvandi þjóðarinnar sem brennur á kjósendum frekar en innflytjendamálin. Stóru kosningamálin snúast um leiðir til að draga úr ríkisútgjöldum og auka tekjur ríkisins. Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra, formaður Venstre, ákvað seint í ágúst að kosningar skyldu haldnar 15. september, nokkrum vikum áður en kjörtímabil stjórnarinnar rennur út, sem er í nóvember næstkomandi. Skoðanakannanir hafa síðan verið birtar nánast daglega og sýndu strax yfirburði vinstriflokkanna. Þeim hefur verið spáð 92 til 95 þingsætum af 175, en nú allra síðustu daga hefur forskot vinstri flokkanna reyndar minnkað eitthvað. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun treysta flestir Lars Løkke Rasmussen til að vera forsætisráðherra áfram, eða tæp 20 prósent, en næst mesta traustsins nýtur Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka flokksins. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins, þykir engu að síður líklegust til að verða næsti forsætisráðherra í krafti þess að vera formaður stærsta flokks vinstriblokkarinnar. Enn sem komið er er vart sjáanlegt að hið óvænta bandalag smærri stjórnarflokksins, nefnilega Íhaldsflokksins, við Róttæka flokkinn, sem er vinstra megin í kosningalitrófinu, um náið samstarf eftir kosningarnar, muni hafa veruleg áhrif á kjósendur. Báðir flokkarnir líta á sig sem miðjuflokka og bandalag þeirra raskar þeirri tvískiptingu danskra stjórnmálaflokka í hægriblokk og vinstriblokk, sem lengi hefur verið ráðandi í danskri stjórnmála-umræðu.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Sjá meira