Sjarmerandi við sjóinn 23. ágúst 2011 18:00 Ingibjörg hannar bæði skúlptúra og nytjahluti á borð við lampa, sem hafa verið mjög vinsælir. Fréttablaðið/Daníel Ingibjörg Klemensdóttir leirlistamaður rekur Gallerí Dungu í notalegu húsnæði við gömlu höfnina í Geirsgötu. Þar er hún bæði með vinnustofu og gallerí þar sem hún selur verk sín af margvíslegum toga. „Ég byrjaði seint í skóla, orðin 36 ára, en útskrifaðist með BA-gráðu frá leirlistadeild Listháskóla Íslands árið 2000," segir Ingibjörg. Listaáhuginn hefur þó fylgt henni í langan tíma. „Ég sótti leirnámskeið hjá Steinunni Marteins, var í Myndlistaskóla Kópavogs og lærði teikningu og málun í mörg ár," upplýsir Ingibjörg, sem var því komin með allgóðan grunn þegar hún skellti sér loks í Listaháskólann. Eftir útskrift var hún með vinnustofu heima. Í maí í fyrra var komið að þáttaskilum. Þá flutti hún verkstæði sitt niður á Geirsgötu þar sem hún er nú bæði með vinnustofu og gallerí undir nafninu Gallerí Dunga.Ingibjörg rakúbrennir mörg verka sinna í gasofni í kofa á Eyrarbakka.Ingibjörg vinnur mikið með postulín sem henni þykir mjúkt og yndislegt efni en einnig vinnur hún með gler. „Þá hef ég einnig verið að rakubrenna töluvert, en það geri ég í gasofni í skúr á Eyrarbakka," segir hún glaðlega. Úrvalið í munum Ingibjargar er mikið, allt frá skúlptúrum af kvenlíkamanum til nytjahluta á borð við skálar og lampa. Ferðamenn eru tíðir gestir hjá Ingibjörgu og heillast þeir mest af landslagslínu hennar úr keramik. „Ég hef verið með þá línu lengi og túristarnir segja stundum að þeim finnist þeir vera komnir inn í íslenska náttúru." Í Gallerí Dungu eru þó ekki aðeins munir Ingibjargar heldur einnig munir og fatnaður eftir aðra hönnuði. Ingibjörg segir góðan anda ríkja í gömlu verbúðunum við höfnina. „Tengslin við sjóin gerir hverfið svo sjarmerandi. Gömlu karlarnir sem voru með verbúðirnar hér áður eru með annan fótinn hérna hjá okkur, sem lífgar upp á tilveruna," segir hún og telur gott samstarf vera milli nágrannanna í grænu húsunum. „Við erum öll samstíga um að byggja upp hverfið og gera það að sjarmerandi hverfi í jaðri borgarinnar enda minnir andinn hér svolítið á Nýhöfn í Kaupmannahöfn," segir Ingibjörg glaðlega. solveig@frettabladid.is Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Ingibjörg Klemensdóttir leirlistamaður rekur Gallerí Dungu í notalegu húsnæði við gömlu höfnina í Geirsgötu. Þar er hún bæði með vinnustofu og gallerí þar sem hún selur verk sín af margvíslegum toga. „Ég byrjaði seint í skóla, orðin 36 ára, en útskrifaðist með BA-gráðu frá leirlistadeild Listháskóla Íslands árið 2000," segir Ingibjörg. Listaáhuginn hefur þó fylgt henni í langan tíma. „Ég sótti leirnámskeið hjá Steinunni Marteins, var í Myndlistaskóla Kópavogs og lærði teikningu og málun í mörg ár," upplýsir Ingibjörg, sem var því komin með allgóðan grunn þegar hún skellti sér loks í Listaháskólann. Eftir útskrift var hún með vinnustofu heima. Í maí í fyrra var komið að þáttaskilum. Þá flutti hún verkstæði sitt niður á Geirsgötu þar sem hún er nú bæði með vinnustofu og gallerí undir nafninu Gallerí Dunga.Ingibjörg rakúbrennir mörg verka sinna í gasofni í kofa á Eyrarbakka.Ingibjörg vinnur mikið með postulín sem henni þykir mjúkt og yndislegt efni en einnig vinnur hún með gler. „Þá hef ég einnig verið að rakubrenna töluvert, en það geri ég í gasofni í skúr á Eyrarbakka," segir hún glaðlega. Úrvalið í munum Ingibjargar er mikið, allt frá skúlptúrum af kvenlíkamanum til nytjahluta á borð við skálar og lampa. Ferðamenn eru tíðir gestir hjá Ingibjörgu og heillast þeir mest af landslagslínu hennar úr keramik. „Ég hef verið með þá línu lengi og túristarnir segja stundum að þeim finnist þeir vera komnir inn í íslenska náttúru." Í Gallerí Dungu eru þó ekki aðeins munir Ingibjargar heldur einnig munir og fatnaður eftir aðra hönnuði. Ingibjörg segir góðan anda ríkja í gömlu verbúðunum við höfnina. „Tengslin við sjóin gerir hverfið svo sjarmerandi. Gömlu karlarnir sem voru með verbúðirnar hér áður eru með annan fótinn hérna hjá okkur, sem lífgar upp á tilveruna," segir hún og telur gott samstarf vera milli nágrannanna í grænu húsunum. „Við erum öll samstíga um að byggja upp hverfið og gera það að sjarmerandi hverfi í jaðri borgarinnar enda minnir andinn hér svolítið á Nýhöfn í Kaupmannahöfn," segir Ingibjörg glaðlega. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira