Ferðamenn í hættu á götóttum Geysisvegi 3. ágúst 2011 09:00 Hámarkshraði á leiðinni er 50 kílómetrar á klukkustund. Vegurinn versnaði mjög í vatnsveðrinu um helgina og raunverulegur ferðahraði er mun minni. Mynd/Steinunn Framkvæmdir við fjölfarna ferðamannaleið, um Laugardal milli Laugarvatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferðaþjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun. „Þú getur nú rétt ímyndað þér það,“ segir Þórður Tyrfingsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, um hvort tafirnar hafi ekki valdið vegfarendum óþægindum. Hann segir þær standa upp á verktakann sem eigi að hafa lokið verkinu. Hann segir Vegagerðina búa yfir úrræðum gagnvart verktökum þegar svona staða komi upp en vill ekki fara nánar út í hver þau eru. Verkið var boðið út í fyrrahaust og átti framkvæmdum að vera lokið 15. júní. Þórður vonast til að fljótlega verði lögð klæðning á veginn. „Við keyrum þarna oft á dag og það er hræðilegt að horfa upp á þetta,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Iceland Excursion. „Það er til háborinnar skammar að þetta skuli ekki vera klárað.“ Þórir segir veginn mjög grófan, allur ofaníburður sé fokinn í burtu. Þá hafi vegurinn ekkert verið vökvaður og því sé mikið ryk á honum. Hann segir veginn fara mjög illa með bílana. Margir séu langþreyttir á framkvæmdunum og virði hraðatakmörk lítt. Framúrakstur skapi grjótkast með tilheyrandi skemmdum. „Þetta er beinlínis hættulegur vegur.“ Ferðamenn kippa sér þó lítið upp við aðstæðurnar að sögn Þóris. „Það kemur mér í raun á óvart hve lítið þeir eru hissa. Það er kannski vegna þess að þeir telja okkur vanþróaðri en við erum, en hvort það eru meðmæli með okkur skal ósagt látið.“ Framkvæmdir standa einnig yfir við Biskupstungnabraut, en þar er einnig verið að breikka veginn. Leiðirnar að Geysi eru því báðar framkvæmdasvæði. Þórir segir engin vandkvæði við þær framkvæmdir, þær gangi greitt og þar sé passað upp á að vökva veginn. „Bílstjórar eru almennt þolinmóðir gagnvart Vegagerðinni og verktökum sem bæta vegina.“ Þolinmæðin sé hins vegar á þrotum hvað varðar Laugardalsleiðina. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir ljóst að vegurinn sé ekki skemmtilegur. Þetta sé fjölfarin leið fyrir ferðaþjónustuna og mikið hark fyrir þá sem séu með rútur. „Við erum að vonast til að þessu fari að ljúka.“ Ekki náðist í forsvarsmenn verktakans, Vélgröfunnar ehf., við vinnslu fréttarinnar. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Framkvæmdir við fjölfarna ferðamannaleið, um Laugardal milli Laugarvatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferðaþjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun. „Þú getur nú rétt ímyndað þér það,“ segir Þórður Tyrfingsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, um hvort tafirnar hafi ekki valdið vegfarendum óþægindum. Hann segir þær standa upp á verktakann sem eigi að hafa lokið verkinu. Hann segir Vegagerðina búa yfir úrræðum gagnvart verktökum þegar svona staða komi upp en vill ekki fara nánar út í hver þau eru. Verkið var boðið út í fyrrahaust og átti framkvæmdum að vera lokið 15. júní. Þórður vonast til að fljótlega verði lögð klæðning á veginn. „Við keyrum þarna oft á dag og það er hræðilegt að horfa upp á þetta,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Iceland Excursion. „Það er til háborinnar skammar að þetta skuli ekki vera klárað.“ Þórir segir veginn mjög grófan, allur ofaníburður sé fokinn í burtu. Þá hafi vegurinn ekkert verið vökvaður og því sé mikið ryk á honum. Hann segir veginn fara mjög illa með bílana. Margir séu langþreyttir á framkvæmdunum og virði hraðatakmörk lítt. Framúrakstur skapi grjótkast með tilheyrandi skemmdum. „Þetta er beinlínis hættulegur vegur.“ Ferðamenn kippa sér þó lítið upp við aðstæðurnar að sögn Þóris. „Það kemur mér í raun á óvart hve lítið þeir eru hissa. Það er kannski vegna þess að þeir telja okkur vanþróaðri en við erum, en hvort það eru meðmæli með okkur skal ósagt látið.“ Framkvæmdir standa einnig yfir við Biskupstungnabraut, en þar er einnig verið að breikka veginn. Leiðirnar að Geysi eru því báðar framkvæmdasvæði. Þórir segir engin vandkvæði við þær framkvæmdir, þær gangi greitt og þar sé passað upp á að vökva veginn. „Bílstjórar eru almennt þolinmóðir gagnvart Vegagerðinni og verktökum sem bæta vegina.“ Þolinmæðin sé hins vegar á þrotum hvað varðar Laugardalsleiðina. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir ljóst að vegurinn sé ekki skemmtilegur. Þetta sé fjölfarin leið fyrir ferðaþjónustuna og mikið hark fyrir þá sem séu með rútur. „Við erum að vonast til að þessu fari að ljúka.“ Ekki náðist í forsvarsmenn verktakans, Vélgröfunnar ehf., við vinnslu fréttarinnar. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira