Innlent

Hjúkra fimm þúsund börnum

Þúsundir fjölskyldna í Sómalíu fá aðstoð frá Rauða krossinum.
Þúsundir fjölskyldna í Sómalíu fá aðstoð frá Rauða krossinum. °NordicPhotos/afp
Um 5.500 börn eru nú í næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu þangað sem þau komu aðframkomin af hungri. Þessar næringarstöðvar eru meðal annars á svæðum uppreisnarmanna, að því er Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands, greinir frá.

„Rauði krossinn getur náð til nauðstaddra á svæðum sem aðrir komast ekki inn á. Það er vegna einstaks hlutverks samtakanna og áherslu þeirra á óhlutdrægni og hlutleysi gagnvart aðilum átaka. Auk þess sem börnum er hjúkrað til heilbrigðis í næringarstöðvum þar sem þeim er gefið vítamínbætt hnetusmjör dreifir Rauði krossinn matvælum til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður-Sómalíu, þvert á átakalínur á meðan stríð geisar.“

- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×