Innlent

Engir saurgerlar í Nauthólsvík

Sjórinn við strandlengju Reykjavíkur er nægilega hreinn til að stunda sjóböð.
Sjórinn við strandlengju Reykjavíkur er nægilega hreinn til að stunda sjóböð. Mynd/Stefán
Umhverfismál Mælingar á saurgerlum við strandlengju Reykjavíkur sýna að sjórinn er hreinn og vel innan þeirra marka sem sett eru í reglugerðum. Vatnsgæði sjávar eru mæld á ellefu stöðum frá apríl til október.

Ástandið í ár hefur verið best í Nauthólsvík og Skerjafirði, þar sem engir saurgerlar hafa fundist.

Það sem af er sumri hafa mælingar sýnt að magn saurgerla hefur nær alltaf verið mjög lítið eða ekkert. Í einstaka tilvikum hefur mælst lítið magn af saurgerlum, en aldrei verulegt magn.

- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×