Innlent

Með þekktum gullsmiðum

Kristján Eyjólfsson
Kristján Eyjólfsson
Gullsmiðurinn Kristján Eyjólfsson hefur fengið inngöngu í hin virtu bresku samtök The Goldsmiths‘ Company Directory, sem eru lokuð samtök gullsmiða í Bretlandi. Samtökin eiga rætur sínar að rekja til þrettándu aldar og eru meðlimir nú einungis þrjú hundruð. Kristján er eini Íslendingurinn í samtökunum.

„Stærstu nöfnin í gullsmíði í Bretlandi eru meðal annarra í þessum samtökum,“ segir Kristján glaðlega og bætir við að þau séu gífurlega virt í Bretlandi. „Þetta þykir mikill heiður og gæðastimpill.“

- mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×