Innlent

Miklar göngur sagðar í Hítará

Helgarhollið fékk fimmtíu laxa.
Helgarhollið fékk fimmtíu laxa.
Miklar göngur voru í Hítará um síðustu helgi. Holl sem lauk veiðum á sunnudaginn náði fimmtíu löxum á land. Þeir sem tóku við ánni veiddu svo sautján laxa á fyrstu kvöldvaktinni að því er segir á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

„Þeir sem eiga veiðisvæðið Hítará II á næstunni geta farið að hlakka til, því umtalsverðar göngur hafa horfið upp á efri svæðin,“ segir á svfr.is.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×