Saka bæinn um skort á virðingu við íbúana 27. júlí 2011 06:30 Fjölga á plássum í leikskólanum Bæjarbóli úr 85 í 110 með færanlegri stofu sem flutt hefur verið að skólanum. Gígja og Hrefna sem búa í Faxatúni þar við hliðina segja hins vegar nóg komið af umsvifum í íbúahverfinu þeirra. Mynd/hag Gunnar Einarsson „Ég held að virðingarstiginn hjá bæjaryfirvöldum sé þannig að eldri borgarar og elsta hverfið sé lægst í stiganum,“ segir Hrefna Geirsdóttir, einn íbúa í Faxatúni í Garðabæ sem ósáttir eru við vaxandi umsvif í Túnahverfinu. Færanleg kennslustofa var í fyrrakvöld flutt að leikskólanum Bæjarbóli aftan við hús Hrefnu. Hún kveður þetta koma íbúunum í opna skjöldu því þeir hafi þegar mótmælt stækkun leikskólans og kært „skipulagsleysi“ á svæðinu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. „Jafnvel þó ekki sé búið að ganga frá skipulagi og þótt búið sé að birta bænum kæruna er samt verið að vinna í flutningi þessa húss. Við bjuggumst við að þeir myndu stoppa þegar undirstöðurnar væru tilbúnar en svo komu þeir með þetta hús,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu eru íbúarnir afar ósáttir við að ekki hafi enn verið gengið frá skipulagi Túnahverfisins. „Við viljum ekki að það sé verið að hrúga hér niður kofum stanslaust. Þetta nýja hús þýðir einfaldlega meira álag á svæðið; aukinn hávaða og meiri umferð,“ segir hún. Meðal þess sem íbúarnir í Túnahverfi voru ósáttir við var útleiga veislusalar í húsi skátafélagsins Vífils. Í kjölfar kvartana frá íbúunum hættu skátarnir að leigja út salinn. „Þeir eru hættir í bili en gráta mikið yfir því að tekjurnar séu horfnar. Nú skilst mér að bærinn vilji stækka lóðina þeirra þannig að hægt sé að byggja einhvern varnarvegg svo við heyrum ekki eins mikið í skemmtanahaldinu. Við teljum ekki eðilegt að gert sé ráð fyrir útleigu á veislusölum í íbúðahverfi og viljum fá kynningu á áætluðu skipulagi og samþykkt skipulag áður en þeir halda áfram að framkvæma þarna,“ undirstrikar Hrefna. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir framkvæmdirnar við Bæjar-ból í fullu samræmi við alla skipulagsskilmála og að málið hafi verið kynnt fyrir íbúum. Hann undirstrikar að um sé að ræða hús sem megi fjarlægja ef hið gagnstæða komi í ljós. „Það er verið að bæta við plássum fyrir um tuttugu börn. Það hefur áhrif á um tuttugu fjölskyldur. Við ætlum að halda okkar striki,“ segir Gunnar. Undirbúningur nýs deiliskipulags er að sögn Gunnars í eðlilegu ferli. Meðal annars sé gert ráð fyrir útvistarsvæði milli Faxatúns og leikskólans. „Ég er sannfærður um að þegar þessu er lokið verður hverfið komið í enn hærri standard,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Gunnar Einarsson „Ég held að virðingarstiginn hjá bæjaryfirvöldum sé þannig að eldri borgarar og elsta hverfið sé lægst í stiganum,“ segir Hrefna Geirsdóttir, einn íbúa í Faxatúni í Garðabæ sem ósáttir eru við vaxandi umsvif í Túnahverfinu. Færanleg kennslustofa var í fyrrakvöld flutt að leikskólanum Bæjarbóli aftan við hús Hrefnu. Hún kveður þetta koma íbúunum í opna skjöldu því þeir hafi þegar mótmælt stækkun leikskólans og kært „skipulagsleysi“ á svæðinu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. „Jafnvel þó ekki sé búið að ganga frá skipulagi og þótt búið sé að birta bænum kæruna er samt verið að vinna í flutningi þessa húss. Við bjuggumst við að þeir myndu stoppa þegar undirstöðurnar væru tilbúnar en svo komu þeir með þetta hús,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu eru íbúarnir afar ósáttir við að ekki hafi enn verið gengið frá skipulagi Túnahverfisins. „Við viljum ekki að það sé verið að hrúga hér niður kofum stanslaust. Þetta nýja hús þýðir einfaldlega meira álag á svæðið; aukinn hávaða og meiri umferð,“ segir hún. Meðal þess sem íbúarnir í Túnahverfi voru ósáttir við var útleiga veislusalar í húsi skátafélagsins Vífils. Í kjölfar kvartana frá íbúunum hættu skátarnir að leigja út salinn. „Þeir eru hættir í bili en gráta mikið yfir því að tekjurnar séu horfnar. Nú skilst mér að bærinn vilji stækka lóðina þeirra þannig að hægt sé að byggja einhvern varnarvegg svo við heyrum ekki eins mikið í skemmtanahaldinu. Við teljum ekki eðilegt að gert sé ráð fyrir útleigu á veislusölum í íbúðahverfi og viljum fá kynningu á áætluðu skipulagi og samþykkt skipulag áður en þeir halda áfram að framkvæma þarna,“ undirstrikar Hrefna. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir framkvæmdirnar við Bæjar-ból í fullu samræmi við alla skipulagsskilmála og að málið hafi verið kynnt fyrir íbúum. Hann undirstrikar að um sé að ræða hús sem megi fjarlægja ef hið gagnstæða komi í ljós. „Það er verið að bæta við plássum fyrir um tuttugu börn. Það hefur áhrif á um tuttugu fjölskyldur. Við ætlum að halda okkar striki,“ segir Gunnar. Undirbúningur nýs deiliskipulags er að sögn Gunnars í eðlilegu ferli. Meðal annars sé gert ráð fyrir útvistarsvæði milli Faxatúns og leikskólans. „Ég er sannfærður um að þegar þessu er lokið verður hverfið komið í enn hærri standard,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira