Airbus verðlaunar íslenska háskólanema 26. júlí 2011 05:00 Liðið stefnir að því að taka aftur þátt að ári og hefur sett sér háleit markmið um árangur. Fimmtán manna hópur nemenda við Háskóla Íslands tók um fyrri helgi þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl. „Þetta gekk framar vonum. Við fengum verðlaun sem er ekkert annað en geðveikt fyrir lið sem er að taka þátt í fyrsta skipti. Öll reynslan sem við fengum þarna úti og það að sjá hvernig keppnin gengur fyrir sig, það var bara frábært,“ segir Arnar Freyr Lárusson sem leitt hefur vinnu hópsins. Alls tóku lið frá 110 skólum þátt í keppninni að þessu sinni en keppnin er haldin árlega. „Liðin koma alls staðar að úr heiminum og sum þeirra eyða tugum milljóna króna á ári í þróun bílsins auk þess að hafa starfsmenn í fullri vinnu hjá skólunum sínum við þetta,“ segir Arnar og bætir við: „Þegar fólkið úti heyrði hvað við erum í raun með takmörkuð aðföng trúði það varla að okkur hefði tekist að búa til fullmótaðan bíl.“ Íslenska liðið tók þátt í sjálfbærniflokki sem er flokkur fyrir bíla sem ganga fyrir óhefðbundnum orkugjöfum. Þótt markmiðið sé að hanna kappakstursbíl segir Arnar keppnina ekki vera kappakstur því mestur tími fari í að kynna hönnunina, viðskiptalíkanið og hugmyndafræði hópsins. „Liðin setja sig í spor fyrirtækis sem er að hanna bíl sem það vill svo kynna fyrir framleiðslufyrirtæki eða fjárfestum. Liðin þurfa því að hanna og búa til bílinn út frá viðskiptalegum forsendum og greina hvers konar viðskiptavini þau eru með í huga. En margt annað kemur reyndar til svo sem umhverfissjónarmið,“ segir Arnar. Fjöldi stórfyrirtækja fylgist með keppninni og eitt þeirra er Airbus sem veitir árlega einu liði, sem þykir vera samheldið og hafa lagt mikið á sig, peningaverðlaun. Í þetta skiptið hlaut íslenska liðið þau verðlaun. „Þeir voru eiginlega hrifnastir af því hvað við vorum sveigjanleg. Við erum með mjög lítið lið, einungis fimmtán manns, og með mjög takmörkuð fjárráð. Við höfum því þurft að haga okkur mjög íslenskt, það er, allir hjá okkur hafa í raun stokkið í öll verkefni,“ segir Arnar sem bætir því svo við að fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Verkís, Icelandair Cargo, Héðin og Álheima hafi veitt liðinu mikinn stuðning. Arnar segir liðið vera reynslunni ríkara og það hyggist taka þátt aftur að ári. Að þessu inni tók liðið ekki þátt í kappaksturshlutanum en Arnar segir markmiðið vera að klára öll stig keppninnar að ári en einungis broti bílanna í keppninni tekst það. Þá stefnir liðið einnig á að vera með umhverfisvænsta bíl keppninnar. magnusl@frettbladid.is Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira
Fimmtán manna hópur nemenda við Háskóla Íslands tók um fyrri helgi þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðasta árið hannað rafknúinn kappakstursbíl. „Þetta gekk framar vonum. Við fengum verðlaun sem er ekkert annað en geðveikt fyrir lið sem er að taka þátt í fyrsta skipti. Öll reynslan sem við fengum þarna úti og það að sjá hvernig keppnin gengur fyrir sig, það var bara frábært,“ segir Arnar Freyr Lárusson sem leitt hefur vinnu hópsins. Alls tóku lið frá 110 skólum þátt í keppninni að þessu sinni en keppnin er haldin árlega. „Liðin koma alls staðar að úr heiminum og sum þeirra eyða tugum milljóna króna á ári í þróun bílsins auk þess að hafa starfsmenn í fullri vinnu hjá skólunum sínum við þetta,“ segir Arnar og bætir við: „Þegar fólkið úti heyrði hvað við erum í raun með takmörkuð aðföng trúði það varla að okkur hefði tekist að búa til fullmótaðan bíl.“ Íslenska liðið tók þátt í sjálfbærniflokki sem er flokkur fyrir bíla sem ganga fyrir óhefðbundnum orkugjöfum. Þótt markmiðið sé að hanna kappakstursbíl segir Arnar keppnina ekki vera kappakstur því mestur tími fari í að kynna hönnunina, viðskiptalíkanið og hugmyndafræði hópsins. „Liðin setja sig í spor fyrirtækis sem er að hanna bíl sem það vill svo kynna fyrir framleiðslufyrirtæki eða fjárfestum. Liðin þurfa því að hanna og búa til bílinn út frá viðskiptalegum forsendum og greina hvers konar viðskiptavini þau eru með í huga. En margt annað kemur reyndar til svo sem umhverfissjónarmið,“ segir Arnar. Fjöldi stórfyrirtækja fylgist með keppninni og eitt þeirra er Airbus sem veitir árlega einu liði, sem þykir vera samheldið og hafa lagt mikið á sig, peningaverðlaun. Í þetta skiptið hlaut íslenska liðið þau verðlaun. „Þeir voru eiginlega hrifnastir af því hvað við vorum sveigjanleg. Við erum með mjög lítið lið, einungis fimmtán manns, og með mjög takmörkuð fjárráð. Við höfum því þurft að haga okkur mjög íslenskt, það er, allir hjá okkur hafa í raun stokkið í öll verkefni,“ segir Arnar sem bætir því svo við að fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Verkís, Icelandair Cargo, Héðin og Álheima hafi veitt liðinu mikinn stuðning. Arnar segir liðið vera reynslunni ríkara og það hyggist taka þátt aftur að ári. Að þessu inni tók liðið ekki þátt í kappaksturshlutanum en Arnar segir markmiðið vera að klára öll stig keppninnar að ári en einungis broti bílanna í keppninni tekst það. Þá stefnir liðið einnig á að vera með umhverfisvænsta bíl keppninnar. magnusl@frettbladid.is
Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Sjá meira