Innlent

Íslendingar sýna samhug

Minningarathöfn var haldin í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum. Margir stóðu úti á meðan athöfnin fór fram. mynd/Óskar Friðriksson
Minningarathöfn var haldin í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum. Margir stóðu úti á meðan athöfnin fór fram. mynd/Óskar Friðriksson
Fórnarlamba árásanna í Noregi var minnst við guðsþjónustur víða um land í gær.

Fjölmennt var við messu í Dómkirkjunni í gær og flutti Dag Wernö Holter, sendiherra Noregs hér á landi, ávarp og sagði að árásunum hefði verið beint gegn grunngildum norsks samfélags.

Margmenni sótti einnig minningarathöfn í stafkirkjunni í Vestmannaeyjum í gær. Fjöldi fólks stóð fyrir utan kirkjuna á meðan á athöfninni stóð þrátt fyrir vonskuveður. Kirkjan var gjöf frá Norðmönnum í tilefni þúsund ára afmælis kristinnar trúar á Íslandi.

Kertafleyting fór fram við Reykjavíkurtjörn á laugardag til að sýna Norðmönnum samstöðu. Athöfnin var skipulögð af ungum jafnaðarmönnum og lauk henni með mínútu þögn.- sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×