Krefjast skaðabóta vegna brota ríkisins 25. júlí 2011 03:30 Gefst ekki upp þó á móti blási Örn Snævar Sveinsson segir þá tvímenninga ekki ætla að leyfa ríkinu að humma málið fram af sér.mynd/eyþór Erlingur Sveinn Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson, sem hafa upp á vasann álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að íslenska ríkið hafi brotið á þeim með því að dæma þá fyrir að veiða án kvóta, sendu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf í þessum mánuði þar sem þess er krafist að ríkið bregðist við þessu áliti. Í því felst að ríkið viðurkenni að það sé skaðabótaskylt gagnvart tvímenningunum og að núverandi fiskveiðikerfi verði lagt af eins og það er. „Ég hef formlega gert grein fyrir þeirra máli í ríkisstjórn en er að öðru leyti með málið til skoðunar í ráðuneytinu," segir Ögmundur. Hann segist einnig hafa rætt við tvímenningana og Lúðvík Kaaber, lögmann þeirra. „Ég mun á einhvern hátt bregðast við þeirra erindi," bætir hann við en segir ómögulegt að segja til um það nú hvenær eða með hvaða hætti það verði. Hann segir þó að óskin um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja jafnræði varðandi atvinnuréttindi. Örn Snævar sagðist hafa verið bjartsýnn um að ríkið brygðist við þegar Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafði gefið út álit sitt. Þegar í ljós kom að svo var ekki stefndu þeir félagar ríkinu fyrir héraðsdóm og síðan til Hæstaréttar en á báðum stigum var málinu vísað frá. Örn Snævar segir þá afgreiðslu hafa verið þunnan þrettánda. „Þeirri spurningu, hvort íslenska ríkið ætti ekki að fara eftir alþjóðlegum sáttmálum sem það hefði skrifað undir, svaraði Hæstiréttur á þann veg að það væri lögfræðilegt atriði sem ekki yrði tekið til umfjöllunar að þessu sinni," segir hann. „Ef Hæstiréttur vill ekki skera úr um lögfræðileg atriði hver á þá að gera það?" spyr hann á móti. Hann segir enn fremur að þeir tvímenningar séu staðráðnir í því að láta málið ekki daga uppi. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir hins vegar að staða þeirra sé afar erfið ef þeir una ekki þeirri niðurstöðu sem ríkið kemst að. „Ef ríkið hefur einbeittan brotavilja þá getum við borgararnir lítið gert," segir hann. „Það er ekkert yfirvald fyrir ofan hið fullvalda ríki sem getur þvingað það til að fara að lögum." jse@frettabladid.isEiríkur Bergmann Einarsson Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Erlingur Sveinn Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson, sem hafa upp á vasann álit frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna um að íslenska ríkið hafi brotið á þeim með því að dæma þá fyrir að veiða án kvóta, sendu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra bréf í þessum mánuði þar sem þess er krafist að ríkið bregðist við þessu áliti. Í því felst að ríkið viðurkenni að það sé skaðabótaskylt gagnvart tvímenningunum og að núverandi fiskveiðikerfi verði lagt af eins og það er. „Ég hef formlega gert grein fyrir þeirra máli í ríkisstjórn en er að öðru leyti með málið til skoðunar í ráðuneytinu," segir Ögmundur. Hann segist einnig hafa rætt við tvímenningana og Lúðvík Kaaber, lögmann þeirra. „Ég mun á einhvern hátt bregðast við þeirra erindi," bætir hann við en segir ómögulegt að segja til um það nú hvenær eða með hvaða hætti það verði. Hann segir þó að óskin um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu samræmist stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja jafnræði varðandi atvinnuréttindi. Örn Snævar sagðist hafa verið bjartsýnn um að ríkið brygðist við þegar Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafði gefið út álit sitt. Þegar í ljós kom að svo var ekki stefndu þeir félagar ríkinu fyrir héraðsdóm og síðan til Hæstaréttar en á báðum stigum var málinu vísað frá. Örn Snævar segir þá afgreiðslu hafa verið þunnan þrettánda. „Þeirri spurningu, hvort íslenska ríkið ætti ekki að fara eftir alþjóðlegum sáttmálum sem það hefði skrifað undir, svaraði Hæstiréttur á þann veg að það væri lögfræðilegt atriði sem ekki yrði tekið til umfjöllunar að þessu sinni," segir hann. „Ef Hæstiréttur vill ekki skera úr um lögfræðileg atriði hver á þá að gera það?" spyr hann á móti. Hann segir enn fremur að þeir tvímenningar séu staðráðnir í því að láta málið ekki daga uppi. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir hins vegar að staða þeirra sé afar erfið ef þeir una ekki þeirri niðurstöðu sem ríkið kemst að. „Ef ríkið hefur einbeittan brotavilja þá getum við borgararnir lítið gert," segir hann. „Það er ekkert yfirvald fyrir ofan hið fullvalda ríki sem getur þvingað það til að fara að lögum." jse@frettabladid.isEiríkur Bergmann Einarsson
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira