Innlent

Ofnæmisveikum dýrum fjölgar

Mynd/Heiða H
Aukið ofnæmi Fólk leitar oftar til dýralækna vegna ofnæmis í hundum en köttum.fréttablaðið/stefán
Ofnæmistilfellum meðal gæludýra hefur fjölgað hérlendis á síðustu árum. Þetta er mat Elfu Ágústsdóttur dýralæknis á Dýraspítalanum í Lögmannshlíð á Akureyri. Þar hefur starfsfólkið ekki haft undan að hlúa að köttum og hundum sem þjást af gras- og frjókornaofnæmi auk fæðuóþols.

Að sögn Elfu leita mun fleiri aðstoðar vegna ofnæmis í hundum en köttum. „Fjölgun ofnæmistilfella virðist haldast í hendur við vinsældir tiltekinna hundategunda. Mann grunar að sumir ræktendur freistist til að selja undan dýrum sem vitað er að þjást af ofnæmi þar sem engar reglugerðir banna slíkt þótt það sé siðferðislega rangt.“

Elfa telur slíka ræktun hreinan bjarnargreiða við kaupendur sem þurfi að standa straum af lyfja- og sérfæðiskostnaði sem geti jafnvel hlaupið á hundruðum þúsunda króna á ári.

Ofnæmiseinkennin koma oft fram hjá dýrunum við sex mánaða og upp í þriggja ára aldur, en greining fæst með samspili sjúkdómssögu og blóðprufu.

- rve /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×