Vonsviknir farþegar fá nýja flugmiða, 400 evrur og út að borða 19. júlí 2011 08:00 Farþegi frá París fundaði með Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express, og er ánægður með tilboð um bætur vegna seinkunar og annarra óþæginda. Mynd/GVA Farþegar í miklu hörmungarflugi Iceland Express frá París um liðna helgi fá fébætur og nýtt flug með félaginu. „Þeir báðust innilega afsökunar og buðu bætur handa öllum farþegum og við erum bara sátt við það,“ segir Óli Þór Barðdal, einn farþeganna, en átti í gær fund með Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express. Eins og komið hefur fram tafðist brottför vélarinnar frá París í um einn og hálfan sólarhring. Í stað þess að fara í loftið klukkan 14.20 á föstudegi var flugtak ekki fyrr en að ganga tvö aðfaranótt sunnudags. Í millitíðinni þurftu sumir farþeganna að sætta sig við að gista með ókunnugu fólki í hótelherbergjum. Auk þessa alls gagnrýndu farþegar skort á upplýsingum og matarleysi um borð í vélinni þegar loks var lagt af stað frá París. Óli Þór og eiginkona hans áttu í gær fund með Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express. Óli Þór segist hafa lýst atburðarásinni fyrir Matthíasi sem fyrir sitt leyti hafi skýrt hvernig málið horfði við fyrirtækinu og hvað olli því hversu hörmulega til tókst. „Ég sagði þeim að þetta hefði verið ömurlegt og erfitt og þeir fóru yfir ferlið frá sínum bæjardyrum,“ útskýrir Óli Þór sem kveðst hafa lesið þannig í fulltrúa Iceland Express á fundinum að félagið hafi í raun ekki ráðið við það sem úrskeiðis fór. Starfsmennirnir hafi verið virkilega leiðir yfir málinu. „Við fáum 400 evra skaðabætur í peningum, eina flugferð að eigin vali og kannski út að borða,“ segir Óli Þór um niðurstöðu fundarins. „Við höfum tvö ár til að ákveða okkur,“ svarar hann spurður hvort hann sé fús til þess eftir martröðina í París að nýta sér boðið um nýtt ferðalag með Iceland Express. Hvorki náðist í Matthías Imsland né Kristínu Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Iceland Express, í gær. - gar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Farþegar í miklu hörmungarflugi Iceland Express frá París um liðna helgi fá fébætur og nýtt flug með félaginu. „Þeir báðust innilega afsökunar og buðu bætur handa öllum farþegum og við erum bara sátt við það,“ segir Óli Þór Barðdal, einn farþeganna, en átti í gær fund með Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express. Eins og komið hefur fram tafðist brottför vélarinnar frá París í um einn og hálfan sólarhring. Í stað þess að fara í loftið klukkan 14.20 á föstudegi var flugtak ekki fyrr en að ganga tvö aðfaranótt sunnudags. Í millitíðinni þurftu sumir farþeganna að sætta sig við að gista með ókunnugu fólki í hótelherbergjum. Auk þessa alls gagnrýndu farþegar skort á upplýsingum og matarleysi um borð í vélinni þegar loks var lagt af stað frá París. Óli Þór og eiginkona hans áttu í gær fund með Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express. Óli Þór segist hafa lýst atburðarásinni fyrir Matthíasi sem fyrir sitt leyti hafi skýrt hvernig málið horfði við fyrirtækinu og hvað olli því hversu hörmulega til tókst. „Ég sagði þeim að þetta hefði verið ömurlegt og erfitt og þeir fóru yfir ferlið frá sínum bæjardyrum,“ útskýrir Óli Þór sem kveðst hafa lesið þannig í fulltrúa Iceland Express á fundinum að félagið hafi í raun ekki ráðið við það sem úrskeiðis fór. Starfsmennirnir hafi verið virkilega leiðir yfir málinu. „Við fáum 400 evra skaðabætur í peningum, eina flugferð að eigin vali og kannski út að borða,“ segir Óli Þór um niðurstöðu fundarins. „Við höfum tvö ár til að ákveða okkur,“ svarar hann spurður hvort hann sé fús til þess eftir martröðina í París að nýta sér boðið um nýtt ferðalag með Iceland Express. Hvorki náðist í Matthías Imsland né Kristínu Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Iceland Express, í gær. - gar
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira