Papandreou leitar á náðir íhaldsmanna 16. júní 2011 00:15 Harkaleg átök Tugþúsundir mótmæltu fyrir utan þinghúsið í Aþenu í gær og snerust mótmælin að hluta upp í óeirðir.nordicphotos/AFP Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hóf í gær tilraunir til að fá stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, gríska Íhaldsflokkinn, til liðs við vinstri stjórn sína. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst stuðningi sínum við myndun þjóðstjórnar, en krefjast þess að Papandreou víki þá úr embætti forsætisráðherra. Sjálfur segist hann reiðubúinn til þess. Papandreou hefur aðeins fárra vikna frest til þess að fá þingið til að samþykkja frekari aðhaldsaðgerðir svo ríkið geti staðið undir afborgunum af himinháum skuldastafla sínum. Mikil og hávær andstaða hefur verið í Grikklandi við aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar, sem þykja bitna harkalega á almenningi. Andstaðan hefur náð inn í raðir stjórnarinnar og nú í vikunni sagði einn þingmanna Sósíalistaflokksins skilið við stjórnina. Annar hefur þegar boðað að hann muni greiða atkvæði gegn aðhaldsaðgerðunum. Óeirðir brutust út í Aþenu í gær með hörðum átökum bæði milli mótmælenda innbyrðis og milli mótmælenda og lögreglu. Meira en 25 þúsund manns höfðu komið saman fyrir utan þinghúsið í miðborginni til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Innandyra í þinghúsinu stóð Papandreou forsætisráðherra í ströngu við að afla fylgis við frumvarp sitt um enn frekari niðurskurð og skattahækkanir til þess að standa undir kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Svo virðist sem hann hafi rekið í strand með það, og leiti því á náðir andstæðinga sinna um stuðning. „Sá mikilvægasti í áhöfn hvers skips er skipstjórinn, og skipstjórinn þarf að fara,“ sagði Theodoros Karouglou, einn af þingmönnum Íhaldsflokksins. „Ef við tækjum saman höndum, þá gætum við farið saman til að semja við lánardrottna okkar og útkoman yrði að sjálfsögðu betri.“ Grikkland hefur fengið 53 milljarða evra, jafnvirði nærri 9.000 milljarða króna, í fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Þetta er tæplega helmingurinn af þeim 110 milljörðum evra, sem þessar tvær stofnanir samþykktu í maí 2010 að veita Grikklandi. Ljóst þykir að þessi aðstoð dugi ekki, en ágreiningur er innan Evrópusambandsins um það hvaða skilyrði eigi að setja Grikkjum fyrir frekari aðstoð. Stefnt er að ákvörðun um það í næstu viku. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Georgios Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, hóf í gær tilraunir til að fá stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, gríska Íhaldsflokkinn, til liðs við vinstri stjórn sína. Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafa lýst stuðningi sínum við myndun þjóðstjórnar, en krefjast þess að Papandreou víki þá úr embætti forsætisráðherra. Sjálfur segist hann reiðubúinn til þess. Papandreou hefur aðeins fárra vikna frest til þess að fá þingið til að samþykkja frekari aðhaldsaðgerðir svo ríkið geti staðið undir afborgunum af himinháum skuldastafla sínum. Mikil og hávær andstaða hefur verið í Grikklandi við aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar, sem þykja bitna harkalega á almenningi. Andstaðan hefur náð inn í raðir stjórnarinnar og nú í vikunni sagði einn þingmanna Sósíalistaflokksins skilið við stjórnina. Annar hefur þegar boðað að hann muni greiða atkvæði gegn aðhaldsaðgerðunum. Óeirðir brutust út í Aþenu í gær með hörðum átökum bæði milli mótmælenda innbyrðis og milli mótmælenda og lögreglu. Meira en 25 þúsund manns höfðu komið saman fyrir utan þinghúsið í miðborginni til að mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda. Innandyra í þinghúsinu stóð Papandreou forsætisráðherra í ströngu við að afla fylgis við frumvarp sitt um enn frekari niðurskurð og skattahækkanir til þess að standa undir kröfum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Svo virðist sem hann hafi rekið í strand með það, og leiti því á náðir andstæðinga sinna um stuðning. „Sá mikilvægasti í áhöfn hvers skips er skipstjórinn, og skipstjórinn þarf að fara,“ sagði Theodoros Karouglou, einn af þingmönnum Íhaldsflokksins. „Ef við tækjum saman höndum, þá gætum við farið saman til að semja við lánardrottna okkar og útkoman yrði að sjálfsögðu betri.“ Grikkland hefur fengið 53 milljarða evra, jafnvirði nærri 9.000 milljarða króna, í fjárhagsaðstoð frá ESB og AGS. Þetta er tæplega helmingurinn af þeim 110 milljörðum evra, sem þessar tvær stofnanir samþykktu í maí 2010 að veita Grikklandi. Ljóst þykir að þessi aðstoð dugi ekki, en ágreiningur er innan Evrópusambandsins um það hvaða skilyrði eigi að setja Grikkjum fyrir frekari aðstoð. Stefnt er að ákvörðun um það í næstu viku. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira