Erlent

Mitt Romney þótti standa sig einna best

Repúblikanarnir sjö Rick Santorum, Michele Bachmann, Newt Gingrich, Mitt Romney, Ron Paul, Tim Pawlenty og Herman Cain á sviðinu í New Hampshire.fréttablaðið/AP
Repúblikanarnir sjö Rick Santorum, Michele Bachmann, Newt Gingrich, Mitt Romney, Ron Paul, Tim Pawlenty og Herman Cain á sviðinu í New Hampshire.fréttablaðið/AP
Sjö repúblikanar, sem allir sækjast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins gegn Barack Obama á næsta ári, beindu spjótum sínum að sameiginlegum óvini sínum í fyrstu sjónvarpsumræðum kosningabaráttunnar á mánudagskvöld.

Hver á fætur öðrum gagnrýndu þeir Obama harðlega, einkum fyrir það hvernig hann hefur tekið á efnahagsmálum, en létu að mestu eiga sig að gagnrýna hver annan.

Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, þótti standa sig einna best og kom það fréttaskýrendum á óvart, en skýringuna töldu þeir liggja í því hve mjúkum höndum repúblikanarnir fóru hver um annan.

Flestir hafa repúblikanarnir sjö áður sóst eftir að verða forsetaefni flokksins, en nýliðarnir voru þingkonan Michele Bachmann og kaupsýslumaðurinn Herman Cain. Bachmann þótti koma sterk inn og uppskar fögnuð í salnum þegar hún spáði því að Obama muni ekki takast að sitja lengur en eitt kjörtímabil. Fyrstu forkosningar flokkanna fyrir kosningarnar á næsta ári verða í desember.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×