Kalt vor og klakabönd á þingi 9. júní 2011 09:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir kallaði eftir því að þingmenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift koma í veg fyrir að hægt væri að taka höndum saman um að breyta forneskjulegum þinghefðum.Fréttablaðið/gva Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sammála um margt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. „Ríkisstjórnin er að festa allt í klakaböndum," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Afleitt væri fyrir þjóðina að þurfa að dragnast með ríkisstjórn afturhalds og hafta, sem drægi fæturna, þrifist á átökum og kenndi öllum öðrum um vandamálin en sjálfri sér. Vissulega hefði um stund þurft að herða ólina en reyndin væri sú að sá tími væri nú liðinn. „Hjarta atvinnulífsins slær, en afar hægt og veikt," sagði Bjarni. Þar fyrir utan væri nú hart sótt að lykilatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, og sú atlaga mundi, ef hún tækist, kosta þjóðarbúið milljarða. Áður en hann sleppti orðinu kallaði Bjarni eftir afsögn ríkisstjórnarinnar. Það sama áttu fleiri leiðtogar stjórnarandstöðunnar eftir að gera. „Vorið hefur að sönnu verið kalt, ekki síst um norðan- og austanvert landið, en það er nú samt með ólíkindum að það hafi farið svona algjörlega fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að það er komið vor," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í ræðu sinni. Steingrímur lýsti því að hér væri allt á uppleið þótt sú leið væri erfið. Hér væri hagvöxtur, húsnæðismarkaður að taka við sér og nýlegir kjarasamningar væru stórtíðindi, þótt „gamlir, geðillir fauskar, fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt" reyndu í sífellu að brjóta ráðamenn niður með því að rífa í sig það sem vel væri gert.„Það er bjart fram undan," sagði Steingrímur að lokum. Þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir var fyrsti ræðumaður Samfylkingarinnar. Hún talaði fyrir siðbót í pólitískri umræðu, sagði hana fyrst og fremst hafa átt sér stað í hnefaleikahringnum til þessa og kallaði eftir því að stjórnmálamenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift blinda sig frammi fyrir því verkefni að endurskoða forneskjulegar þinghefðir. „Við þurfum að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum í öllum atvinnugreinum, ekki bara sumum," sagði Þórunn enn fremur, og áréttaði þá alkunnu skoðun Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu væri þjóðinni bráðnauðsynleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf mál sitt á að gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir að þora ekki að standa fyrir máli sínu í umræðunum, eins og hann orðaði það. Það væri þó kannski ekki skrítið, í ljósi stöðunnar. „Hvers vegna er öllu til fórnandi til að þóknast erlendum embættismönnum og kröfuhöfum?" spurði Sigmundur og svaraði sjálfur: Til að eiga greiða leið inn í Evrópusambandið. Hann sagði Vinstri græn líta á sig sem eins konar verktaka í ríkisstjórninni og fengju að halda ráðuneytum til að geta stundað sínar sérkennilegu hagstjórnar- og samfélagstilraunir. Margrét Tryggvadóttir frá Hreyfingunni sagði afleitlega hafa tekist til við að leysa úr skuldavanda heimilanna og „verulega ógeðfellt" væri að heyra fjármálaráðherra stæra sig af því að hafa endurreist bankakerfið á kostnað skuldsettra heimila. „Steingrímsleiðin er leið kröfuhafanna – leið handrukkaranna," sagði hún og hvatti fólk til að nýta borgaralegan rétt sinn og knýja á um breytingar með öllum mögulegum ráðum. Lilja Mósesdóttir gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði hana hafa kostað þúsundir vinnuna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sammála um margt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. „Ríkisstjórnin er að festa allt í klakaböndum," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Afleitt væri fyrir þjóðina að þurfa að dragnast með ríkisstjórn afturhalds og hafta, sem drægi fæturna, þrifist á átökum og kenndi öllum öðrum um vandamálin en sjálfri sér. Vissulega hefði um stund þurft að herða ólina en reyndin væri sú að sá tími væri nú liðinn. „Hjarta atvinnulífsins slær, en afar hægt og veikt," sagði Bjarni. Þar fyrir utan væri nú hart sótt að lykilatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, og sú atlaga mundi, ef hún tækist, kosta þjóðarbúið milljarða. Áður en hann sleppti orðinu kallaði Bjarni eftir afsögn ríkisstjórnarinnar. Það sama áttu fleiri leiðtogar stjórnarandstöðunnar eftir að gera. „Vorið hefur að sönnu verið kalt, ekki síst um norðan- og austanvert landið, en það er nú samt með ólíkindum að það hafi farið svona algjörlega fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að það er komið vor," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í ræðu sinni. Steingrímur lýsti því að hér væri allt á uppleið þótt sú leið væri erfið. Hér væri hagvöxtur, húsnæðismarkaður að taka við sér og nýlegir kjarasamningar væru stórtíðindi, þótt „gamlir, geðillir fauskar, fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt" reyndu í sífellu að brjóta ráðamenn niður með því að rífa í sig það sem vel væri gert.„Það er bjart fram undan," sagði Steingrímur að lokum. Þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir var fyrsti ræðumaður Samfylkingarinnar. Hún talaði fyrir siðbót í pólitískri umræðu, sagði hana fyrst og fremst hafa átt sér stað í hnefaleikahringnum til þessa og kallaði eftir því að stjórnmálamenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift blinda sig frammi fyrir því verkefni að endurskoða forneskjulegar þinghefðir. „Við þurfum að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum í öllum atvinnugreinum, ekki bara sumum," sagði Þórunn enn fremur, og áréttaði þá alkunnu skoðun Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu væri þjóðinni bráðnauðsynleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf mál sitt á að gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir að þora ekki að standa fyrir máli sínu í umræðunum, eins og hann orðaði það. Það væri þó kannski ekki skrítið, í ljósi stöðunnar. „Hvers vegna er öllu til fórnandi til að þóknast erlendum embættismönnum og kröfuhöfum?" spurði Sigmundur og svaraði sjálfur: Til að eiga greiða leið inn í Evrópusambandið. Hann sagði Vinstri græn líta á sig sem eins konar verktaka í ríkisstjórninni og fengju að halda ráðuneytum til að geta stundað sínar sérkennilegu hagstjórnar- og samfélagstilraunir. Margrét Tryggvadóttir frá Hreyfingunni sagði afleitlega hafa tekist til við að leysa úr skuldavanda heimilanna og „verulega ógeðfellt" væri að heyra fjármálaráðherra stæra sig af því að hafa endurreist bankakerfið á kostnað skuldsettra heimila. „Steingrímsleiðin er leið kröfuhafanna – leið handrukkaranna," sagði hún og hvatti fólk til að nýta borgaralegan rétt sinn og knýja á um breytingar með öllum mögulegum ráðum. Lilja Mósesdóttir gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði hana hafa kostað þúsundir vinnuna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira