Innlent

Brugðust hratt við ástandinu

Sigríður Lillý Baldursdóttir
Sigríður Lillý Baldursdóttir
„Tryggingastofnun á í samstarfi við fjölmarga aðila vegna endurhæfingar. Þessir aðilar hafa tekið verulega vel við sér og brugðist hratt við ástandinu og það ber að þakka.“

 

Þetta segir Sigríður Lillý Baldursdóttur, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, vegna athugasemda á vef Alþýðusambands Íslands, ASÍ, um að hún hafi ekki nefnt samstarfið við Virk-Starfsendurhæfingarsjóð í viðtali í Fréttablaðinu nýverið.

 

Sigríður Lillý sagði þar að líklega hafi hægt á fjölgun öryrkja vegna aðgerða stjórnvalda undanfarin ár. Þau hefðu gripið til margvíslegra úrræða til þess að tryggja endurhæfingu og virkni í kjölfar atvinnumissis og heilsubrests.

 

„Ég tek undir þau orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, að starfsemi á borð við þá sem Virk býður upp á sé einnig mikilvæg til þess að bregðast við fjölgun öryrkja. Við höfum reynt það af góðu samstarfi við Virk að þar er vel að verki staðið.“- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×