Breytingar á tillögum um sameiningu skóla 15. apríl 2011 07:00 Meirihlutinn hefur fækkað áformuðum sameiningum í skólakerfi Reykjavíkur eftir umsagnir hagsmunaaðila. Fréttablaðið/Stefán Meirihlutinn í menntaráði Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum á miðvikudag að fækka nokkuð framkomnum hugmyndum um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar. Hugmyndirnar voru afar umdeildar og fengu almennt neikvæðar umsagnir hjá hagsmunaaðilum og hafa verið gagnrýndar af minnihlutanum í borgarstjórn. Í nýju tillögunum, sem verða að öllum líkindum afgreiddar endanlega í næstu viku, er gert ráð fyrir sameiningum 24 leikskóla í stað 30 áður. Þá er frestað annarri af tveimur sameiningum leikskóla og grunnskóla þar sem sameining Fossvogsskóla, Kvistarborgar og frístundaheimilisins Neðstalands kemur til framkvæmda árið 2013 en Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð frá og með áramótum og árangurinn metinn með tilliti til frekari slíkra sameininga. Þá er óbreytt tillaga um að Foldaskóli verði unglingaskóli og taki við nemendum úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012, en sameiningu Korpuskóla og Víkurskóla, Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla og Borgaskóla og Engjaskóla er frestað fram að næstu áramótum. Gert er ráð fyrir að fjárhagsleg hagræðing á næsta ári verði rúmar 250 milljónir króna í stað um 300 milljóna eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki hefur þó alfarið verið horfið frá sameiningarhugmyndum því að meirihlutinn hefur boðað til funda með foreldrum og starfsfólki á næstu vikum þar sem frekari hagræðingar verða ræddar. Fulltrúar minnihlutans lýstu yfir óánægju sinni með að meirihlutinn héldi hugmyndunum til streitu og áheyrnarfulltrúar félagasamtaka bókuðu mismikla óánægju með framgang mála. Til að mynda telja Börnin okkar, félag foreldra leikskólabarna, og SAMFOK, foreldrafélag grunnskóla að það skjóti skökku við að leggja út í svo umfangsmiklar breytingar gegn vilja borgarbúa á meðan blásið sé til samráðs um frekari aðgerðir. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir meirihlutann hafa hlustað á raddir borgarbúa og reynt að bregðast við þeim. „Róttækum breytingum fylgir þó alltaf gagnrýni, við vorum meðvituð um það.“ Oddný bætir því við að hún vonist til þess að foreldrar og starfsfólk muni nú taka höndum saman við borgaryfirvöld í innleiðingarferlinu sem er fram undan. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Meirihlutinn í menntaráði Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum á miðvikudag að fækka nokkuð framkomnum hugmyndum um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar. Hugmyndirnar voru afar umdeildar og fengu almennt neikvæðar umsagnir hjá hagsmunaaðilum og hafa verið gagnrýndar af minnihlutanum í borgarstjórn. Í nýju tillögunum, sem verða að öllum líkindum afgreiddar endanlega í næstu viku, er gert ráð fyrir sameiningum 24 leikskóla í stað 30 áður. Þá er frestað annarri af tveimur sameiningum leikskóla og grunnskóla þar sem sameining Fossvogsskóla, Kvistarborgar og frístundaheimilisins Neðstalands kemur til framkvæmda árið 2013 en Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheimilið Skólasel verða sameinuð frá og með áramótum og árangurinn metinn með tilliti til frekari slíkra sameininga. Þá er óbreytt tillaga um að Foldaskóli verði unglingaskóli og taki við nemendum úr Húsaskóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012, en sameiningu Korpuskóla og Víkurskóla, Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla og Borgaskóla og Engjaskóla er frestað fram að næstu áramótum. Gert er ráð fyrir að fjárhagsleg hagræðing á næsta ári verði rúmar 250 milljónir króna í stað um 300 milljóna eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki hefur þó alfarið verið horfið frá sameiningarhugmyndum því að meirihlutinn hefur boðað til funda með foreldrum og starfsfólki á næstu vikum þar sem frekari hagræðingar verða ræddar. Fulltrúar minnihlutans lýstu yfir óánægju sinni með að meirihlutinn héldi hugmyndunum til streitu og áheyrnarfulltrúar félagasamtaka bókuðu mismikla óánægju með framgang mála. Til að mynda telja Börnin okkar, félag foreldra leikskólabarna, og SAMFOK, foreldrafélag grunnskóla að það skjóti skökku við að leggja út í svo umfangsmiklar breytingar gegn vilja borgarbúa á meðan blásið sé til samráðs um frekari aðgerðir. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir meirihlutann hafa hlustað á raddir borgarbúa og reynt að bregðast við þeim. „Róttækum breytingum fylgir þó alltaf gagnrýni, við vorum meðvituð um það.“ Oddný bætir því við að hún vonist til þess að foreldrar og starfsfólk muni nú taka höndum saman við borgaryfirvöld í innleiðingarferlinu sem er fram undan. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira