Milljarður á ári til að efla samgöngur 14. apríl 2011 08:00 Framkvæmdastjóri Strætó segir aukna fjárveitingu til almenningssamgangna efla starf Strætó til muna. Fréttablaðið/heiða Lagður verður til milljarður á ári næstu tíu ár til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess, gangi tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs eftir. Starfshópurinn hefur unnið að tillögum um endurbætur á grunnneti almenningssamgangna á suðvesturhorni landsins síðan í desember og voru þær lagðar fram á fundi innanríkisráðuneytisins í gærmorgun. Tillagan var samþykkt hjá skipulagsráði og hefur hún einnig fengið jákvæðan meðbyr hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Verkefnið er til tíu ára og verður samstarf ríkis og sveitarfélaga. Lagt er til að það verði hluti af tólf ára samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Þorsteinn M. Hermannsson, formaður starfshópsins, segir viðbrögð sveitarfélaga á svæðinu hafa verið jákvæð. „Það er verið að bjóða upp í dans. Þetta verður sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þorsteinn. Markmiðið sé að í það minnsta tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess. Tillaga starfshópsins var unnin í samstarfi við Strætó BS. Reynir Jónsson framkvæmdastjóri fagnar tillögunum og segir fjárveitinguna efla samgöngukerfið til muna. Ríkið muni með þessu koma með veglegum hætti inn í almenningssamgöngur, bæði með endurskoðun kerfisins á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. „Óráðið er hvernig aðgerðir sveitarfélaganna verði mótaðar og hvernig fjármunum verði ráðstafað,“ segir Reynir. „Hvort þetta fari allt í aukna strætóþjónustu eða áframhaldandi þróun og framboð á öðrum samgönguúrræðum á eftir að ákveða.“ Reynir segir þörfina á auknum almenningssamgöngum mesta á morgnana. Þá liggi beint við að auka við strætóflotann til að anna eftirspurn á meðan fólk er á leið í vinnu eða skóla. Á kvöldin og um helgar sé hins vegar nauðsynlegt að samnýta samgöngutæki betur og horfa til nágrannalanda okkar til þess að einkabílar og leigubílar verði ekki einu ferðamöguleikar Íslendinga á þessum tíma til frambúðar. sunna@frettabladid.is Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Lagður verður til milljarður á ári næstu tíu ár til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess, gangi tillögur starfshóps á vegum samgönguráðs eftir. Starfshópurinn hefur unnið að tillögum um endurbætur á grunnneti almenningssamgangna á suðvesturhorni landsins síðan í desember og voru þær lagðar fram á fundi innanríkisráðuneytisins í gærmorgun. Tillagan var samþykkt hjá skipulagsráði og hefur hún einnig fengið jákvæðan meðbyr hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra. Verkefnið er til tíu ára og verður samstarf ríkis og sveitarfélaga. Lagt er til að það verði hluti af tólf ára samgönguáætlun sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Þorsteinn M. Hermannsson, formaður starfshópsins, segir viðbrögð sveitarfélaga á svæðinu hafa verið jákvæð. „Það er verið að bjóða upp í dans. Þetta verður sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þorsteinn. Markmiðið sé að í það minnsta tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess. Tillaga starfshópsins var unnin í samstarfi við Strætó BS. Reynir Jónsson framkvæmdastjóri fagnar tillögunum og segir fjárveitinguna efla samgöngukerfið til muna. Ríkið muni með þessu koma með veglegum hætti inn í almenningssamgöngur, bæði með endurskoðun kerfisins á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. „Óráðið er hvernig aðgerðir sveitarfélaganna verði mótaðar og hvernig fjármunum verði ráðstafað,“ segir Reynir. „Hvort þetta fari allt í aukna strætóþjónustu eða áframhaldandi þróun og framboð á öðrum samgönguúrræðum á eftir að ákveða.“ Reynir segir þörfina á auknum almenningssamgöngum mesta á morgnana. Þá liggi beint við að auka við strætóflotann til að anna eftirspurn á meðan fólk er á leið í vinnu eða skóla. Á kvöldin og um helgar sé hins vegar nauðsynlegt að samnýta samgöngutæki betur og horfa til nágrannalanda okkar til þess að einkabílar og leigubílar verði ekki einu ferðamöguleikar Íslendinga á þessum tíma til frambúðar. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira