Leynilisti Leifs þjálfara lak út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2011 07:00 Björgólfur Takefusa er einn fimm lykilmanna Víkings að mati þjálfarans. Mynd/Vilhelm Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á li Stjórn, þjálfari og leikmenn Víkings héldu fund síðasta laugardag til þess að hreinsa loftið. Ástæðan var sú að listi með áliti þjálfara félagsins, Leifi Garðarssyni, á leikmönnum hafði verið sendur á leikmenn fyrir slysni. Það var stjórnarmaður Víkings sem sendi listann á leikmenn en listinn var á excel-formi og stjórnarmaðurinn kíkti ekki á hvað væri að finna í hverri örk (e. sheet) í excel-skjalinu. Það hefði hann betur gert. Allir leikmenn liðsins vita eftir þessi mistök hvar þeir standa gagnvart þjálfaranum. Hvað þeir þurfa að laga, hvort þeir eigi möguleika á að spila eða hvort Leifur sé einfaldlega að hugsa um að lána viðkomandi frá félaginu í sumar. Á listanum kemur einnig fram að Leifur telur sig hafa fimm A-menn sem hann kallar lykilmenn. Fréttablaðið hefur þennan lista undir höndum og reyndi að bera málið undir Leif. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en það gerði aftur á móti Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar. „Svona listi er til í öllum félögum og hjá öllum þjálfurum. Það urðu aftur á móti ákveðin mistök í tölvupóstsendingum hjá okkar manni. Það er einn lítill flipi niðri á skjalinu með þessu stöðumati en það átti eingöngu að senda nafnalista," segir Björn við Fréttablaðið en hann segir stjórnina hafa brugðist hratt við í málinu. „Við tókum strax á málinu og höfum lokað þessu af okkar hálfu. Stjórnin hefur beðið leikmenn og þjálfara félagsins afsökunar á þessum mistökum. Þessu máli er því lokið af allra hálfu og menn farnir að horfa fram á veginn," segir Björn en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptust menn hraustlega á skoðunum á krísufundinum. „Við lögðum fundinn upp þannig að hann væri opinn og heiðarlegur svo það yrði hægt að loka málinu. Eftir öll orðaskiptin ákváðu menn að snúa bökum saman og eru fókuseraðir á verkefnin sem eru fram undan." Björn segir að enginn leikmaður hafi hótað að fara vegna málsins en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er staða Leifs í búningsklefanum ekkert sérstaklega sterk. Björn segir það ekki vera rétt. „Við teljum að staða allra sé góð eftir að búið er að gera málið upp. Þjálfarinn nýtur fyllsta trausts stjórnar og leikmanna," segir Björn en er uppákoman ekki neyðarleg? „Þetta eru vissulega neyðarleg mistök en menn verða að vera sterkir og vinna úr málunum af ábyrgð."Leynilisti Leifs þjálfara: Meðal þess sem kemur fram á listanum er staða leikmanna liðsins. Leikmenn eru flokkaðir frá A-manni, sem er lykilmaður, niður í D-mann. Mark Rutgers, lykilmaðu, A Baldur I. Aðalsteinsson, lykilmaður A Björgólfur Takefusa, lykilmaður0 A Kristinn Magnússon, lykilmaður A Helgi Sigurðsson, lykilmaður A Magnús Þormar BA Vantar leikreynslu í efstu deild, gæti orðið lykilmaður. Pétur Georg Markan B Vantar leikskilning en ógnarhraði, kemur sér í markfæri. Aðrir B-leikmenn: Hörður Bjarnason, Egill Atlason, Halldór Smári Sigurðsson, Marteinn Briem, Milos Milojevic, Sigurður Egill Lárusson, Hjalti Már Hauksson, Tómas Guðmundsson. C-leikmenn: Kjartan Diego, Walter Hjaltested, Skúli Sigurðsson, Aron Þrándarson, Davíð Atlason, Svavar Cesar Hjaltested, Garðar Ingi Leifsson, Gunnar Helgi Steindórsson, Sverrir Þór Garðarsson. Leifur reiknar síðan ekki með þeim Daníel Hjaltasyni og Þorvaldi Sveini Sveinssyni. Þorvaldur er meiddur en Daníel gat lítið æft vegna vinnu er listinn var gerður í síðasta mánuði. Þeir eru því merktir D. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Stjórnarmaður Víkings gerði þau skelfilegu mistök að senda leikmannalista Leifs Garðarssonar þjálfara á alla leikmenn liðsins. Á þessum leynilista Leifs eru leikmenn liðsins flokkaðir frá A og niður í D. Einnig eru umsagnir um flesta leikmenn liðsins á li Stjórn, þjálfari og leikmenn Víkings héldu fund síðasta laugardag til þess að hreinsa loftið. Ástæðan var sú að listi með áliti þjálfara félagsins, Leifi Garðarssyni, á leikmönnum hafði verið sendur á leikmenn fyrir slysni. Það var stjórnarmaður Víkings sem sendi listann á leikmenn en listinn var á excel-formi og stjórnarmaðurinn kíkti ekki á hvað væri að finna í hverri örk (e. sheet) í excel-skjalinu. Það hefði hann betur gert. Allir leikmenn liðsins vita eftir þessi mistök hvar þeir standa gagnvart þjálfaranum. Hvað þeir þurfa að laga, hvort þeir eigi möguleika á að spila eða hvort Leifur sé einfaldlega að hugsa um að lána viðkomandi frá félaginu í sumar. Á listanum kemur einnig fram að Leifur telur sig hafa fimm A-menn sem hann kallar lykilmenn. Fréttablaðið hefur þennan lista undir höndum og reyndi að bera málið undir Leif. Hann vildi ekkert tjá sig um málið en það gerði aftur á móti Björn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar. „Svona listi er til í öllum félögum og hjá öllum þjálfurum. Það urðu aftur á móti ákveðin mistök í tölvupóstsendingum hjá okkar manni. Það er einn lítill flipi niðri á skjalinu með þessu stöðumati en það átti eingöngu að senda nafnalista," segir Björn við Fréttablaðið en hann segir stjórnina hafa brugðist hratt við í málinu. „Við tókum strax á málinu og höfum lokað þessu af okkar hálfu. Stjórnin hefur beðið leikmenn og þjálfara félagsins afsökunar á þessum mistökum. Þessu máli er því lokið af allra hálfu og menn farnir að horfa fram á veginn," segir Björn en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skiptust menn hraustlega á skoðunum á krísufundinum. „Við lögðum fundinn upp þannig að hann væri opinn og heiðarlegur svo það yrði hægt að loka málinu. Eftir öll orðaskiptin ákváðu menn að snúa bökum saman og eru fókuseraðir á verkefnin sem eru fram undan." Björn segir að enginn leikmaður hafi hótað að fara vegna málsins en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er staða Leifs í búningsklefanum ekkert sérstaklega sterk. Björn segir það ekki vera rétt. „Við teljum að staða allra sé góð eftir að búið er að gera málið upp. Þjálfarinn nýtur fyllsta trausts stjórnar og leikmanna," segir Björn en er uppákoman ekki neyðarleg? „Þetta eru vissulega neyðarleg mistök en menn verða að vera sterkir og vinna úr málunum af ábyrgð."Leynilisti Leifs þjálfara: Meðal þess sem kemur fram á listanum er staða leikmanna liðsins. Leikmenn eru flokkaðir frá A-manni, sem er lykilmaður, niður í D-mann. Mark Rutgers, lykilmaðu, A Baldur I. Aðalsteinsson, lykilmaður A Björgólfur Takefusa, lykilmaður0 A Kristinn Magnússon, lykilmaður A Helgi Sigurðsson, lykilmaður A Magnús Þormar BA Vantar leikreynslu í efstu deild, gæti orðið lykilmaður. Pétur Georg Markan B Vantar leikskilning en ógnarhraði, kemur sér í markfæri. Aðrir B-leikmenn: Hörður Bjarnason, Egill Atlason, Halldór Smári Sigurðsson, Marteinn Briem, Milos Milojevic, Sigurður Egill Lárusson, Hjalti Már Hauksson, Tómas Guðmundsson. C-leikmenn: Kjartan Diego, Walter Hjaltested, Skúli Sigurðsson, Aron Þrándarson, Davíð Atlason, Svavar Cesar Hjaltested, Garðar Ingi Leifsson, Gunnar Helgi Steindórsson, Sverrir Þór Garðarsson. Leifur reiknar síðan ekki með þeim Daníel Hjaltasyni og Þorvaldi Sveini Sveinssyni. Þorvaldur er meiddur en Daníel gat lítið æft vegna vinnu er listinn var gerður í síðasta mánuði. Þeir eru því merktir D.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki