Átökin magnast enn í Líbíu 22. febrúar 2011 00:00 benghazi Kveikt var í byggingum sem hýstu öryggissveitir borgarinnar Benghazi í gær. Mótmælendur eru sagðir hafa náð völdum í borginni, sem er önnur stærsta borg landsins. Blóðug átök áttu sér stað þar. fréttablaðið/ap Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mótmælum í Líbíu. Mótmælin halda áfram og hafa nú náð til höfuðborgarinnar Tripoli. Þar var skotið á mótmælendur og herma fréttir að meðal annars hafi herflugvélar skotið á fólk úr lofti. Íbúar í Tripoli sögðu einnig að sprengjum hefði verið varpað á borgina. Mótmælendur eru sagðir hafa náð nokkrum borgum á sitt vald, þar á meðal Benghazi, annarri stærstu borg landsins. Sonur Moammars Gaddafi forseta, Saif el-Islam, viðurkenndi í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöld að mótmælendur hefðu náð tveimur borgum á sitt vald. Hann lofaði umbótum í landinu en varaði við því að ef mótmæli héldu áfram væri hætta á að borgarastyrjöld brytist út. Þá sagði hann að herinn væri í liði með föður sínum og barist yrði „til síðasta manns, síðustu konu, síðustu byssukúlu“. Dómsmálaráðherra landsins, Mustafa Mohamed Abud Al Jaleil, sagði af sér embætti í gær vegna ofbeldisverka hersins og öryggissveita. Sendiherra landsins hjá Arababandalaginu sagði einnig af sér í gær og tilkynnti stuðning við mótmælendur. Sendiherra landsins í Indlandi hefur einnig sagt af sér. Níu starfsmenn ráðuneytisins í Bretlandi og þrír starfsmenn í sendiráðinu í Svíþjóð hafa hætt störfum fyrir ríkisstjórn Líbíu. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins fordæmdu árásir stjórnvalda á mótmælendur í gær. Allir embættismenn Bandaríkjanna sem hægt var að koma úr landi hafa verið fluttir frá Líbíu ásamt fjölskyldum sínum. Evrópuþjóðir hafa einnig gripið til slíkra aðgerða, auk þess sem alþjóðleg olíufyrirtæki hafa flutt starfsmenn sína á brott. Lokað hefur verið fyrir internetið að mestu og ekki er hægt að hringja til annarra landa úr landlínum. Því hefur verið erfitt að fá fréttir staðfestar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í gær hafa fengið upplýsingar sem bentu til þess að Gaddafi hefði eða gæti flúið til Venesúela. Embættismenn þar neituðu þessum fregnum. Ljóst þykir þó að hann hafi flúið höfuðborgina. Þá lentu tvær líbískar herflugvélar á Möltu í gær og gáfu flugmennirnir sig fram við yfirvöld. Á Möltu lentu einnig tvær þyrlur með sjö manns sem sögðust vera franskir ríkisborgarar. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Mörg hundruð manns eru sagðir hafa verið drepnir í mótmælum í Líbíu. Mótmælin halda áfram og hafa nú náð til höfuðborgarinnar Tripoli. Þar var skotið á mótmælendur og herma fréttir að meðal annars hafi herflugvélar skotið á fólk úr lofti. Íbúar í Tripoli sögðu einnig að sprengjum hefði verið varpað á borgina. Mótmælendur eru sagðir hafa náð nokkrum borgum á sitt vald, þar á meðal Benghazi, annarri stærstu borg landsins. Sonur Moammars Gaddafi forseta, Saif el-Islam, viðurkenndi í sjónvarpsávarpi á sunnudagskvöld að mótmælendur hefðu náð tveimur borgum á sitt vald. Hann lofaði umbótum í landinu en varaði við því að ef mótmæli héldu áfram væri hætta á að borgarastyrjöld brytist út. Þá sagði hann að herinn væri í liði með föður sínum og barist yrði „til síðasta manns, síðustu konu, síðustu byssukúlu“. Dómsmálaráðherra landsins, Mustafa Mohamed Abud Al Jaleil, sagði af sér embætti í gær vegna ofbeldisverka hersins og öryggissveita. Sendiherra landsins hjá Arababandalaginu sagði einnig af sér í gær og tilkynnti stuðning við mótmælendur. Sendiherra landsins í Indlandi hefur einnig sagt af sér. Níu starfsmenn ráðuneytisins í Bretlandi og þrír starfsmenn í sendiráðinu í Svíþjóð hafa hætt störfum fyrir ríkisstjórn Líbíu. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins fordæmdu árásir stjórnvalda á mótmælendur í gær. Allir embættismenn Bandaríkjanna sem hægt var að koma úr landi hafa verið fluttir frá Líbíu ásamt fjölskyldum sínum. Evrópuþjóðir hafa einnig gripið til slíkra aðgerða, auk þess sem alþjóðleg olíufyrirtæki hafa flutt starfsmenn sína á brott. Lokað hefur verið fyrir internetið að mestu og ekki er hægt að hringja til annarra landa úr landlínum. Því hefur verið erfitt að fá fréttir staðfestar. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í gær hafa fengið upplýsingar sem bentu til þess að Gaddafi hefði eða gæti flúið til Venesúela. Embættismenn þar neituðu þessum fregnum. Ljóst þykir þó að hann hafi flúið höfuðborgina. Þá lentu tvær líbískar herflugvélar á Möltu í gær og gáfu flugmennirnir sig fram við yfirvöld. Á Möltu lentu einnig tvær þyrlur með sjö manns sem sögðust vera franskir ríkisborgarar. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira