Útilokuðu almenna niðurfellingu skulda Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2011 18:45 Efnahags- og viðskiptaráðherra útilokaði almenna niðurfellingu skulda á Alþingi í dag. Hann sagði skuldir aldrei verða fluttar af þeim sem stofnuðu til þeirra á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindi sín. Tekist var á um afskriftir bankanna í þingsal. Sérstök umræða var á Alþingi í dag um afskriftir og afkomu bankanna. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi og var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, til svara. Nokkrir þingmenn stigu í pontu og sögðu nýlegar fréttir af góðri afkomu bankanna sýna að bankarnir hafi frekara svigrúm til afskrifta skulda. „Það þarf að koma til almennra aðgerða og ef það þarf að setja ný neyðarlög í landið til að leiðrétta þetta óréttlæti þá mun ég taka þátt í því," sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka sagði: „Bankarnir hegða sér eins og dýrbítur innan um lömb nema að dýrbíturinn bítur aðeins þegar hann er svangur nema að bankarnir eru alltaf gráðugir." Þá kvað Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar sér hljóðs. „Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að tapið deilist jafn niður og þar hefur okkar ágæti ráðherra algjörlega feilað og ef hann treystir sér ekki til að standa með fólkinu í landinu þá verður hann að víkja." Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, sagði deilurnar um svigrúmið til almennra afskrifta munu lama þjóðina þar til upplýsingar um afsláttinni koma fram í dagsljósið og svigrúmið nýtt til að leiðrétta forsendubrestinn. „Ekki aðeins hjá vildarvinum bankanna," sagði hún að lokum. Árni Páll sagði reikninga bankanna sýna að þegar hafi verið afskrifaðir um tólf hundruð milljarðar króna af skuldum heimila og fyrirtækja Hann sagði almennar niðurfellingar skulda, eins og til að mynda tuttugu prósent niðurfelling á öll lán heimilanna, ekki koma til greina þar sem þær lenda á almenningi. „Menn kalla hér eftir að forsendubrestur verði leiðréttur með sama orðfærinu og þeir hafa alltaf notað. Þeir hlusta ekki á það og hugsa ekki til þess að það er búið að prófa það mál og það er ljóst að það verður ekki gert nema með því að skaða almenning í landinu með stórfelldum hætti. Ég get alveg sagt það hér hreint út og alveg skýrt að ég er ekki tilbúinn að flytja skuldir af þeim sem stofnuðu til þeirra yfir á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindin sín. Það mun ég aldrei gera," sagði Árni Páll. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra útilokaði almenna niðurfellingu skulda á Alþingi í dag. Hann sagði skuldir aldrei verða fluttar af þeim sem stofnuðu til þeirra á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindi sín. Tekist var á um afskriftir bankanna í þingsal. Sérstök umræða var á Alþingi í dag um afskriftir og afkomu bankanna. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var málshefjandi og var Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, til svara. Nokkrir þingmenn stigu í pontu og sögðu nýlegar fréttir af góðri afkomu bankanna sýna að bankarnir hafi frekara svigrúm til afskrifta skulda. „Það þarf að koma til almennra aðgerða og ef það þarf að setja ný neyðarlög í landið til að leiðrétta þetta óréttlæti þá mun ég taka þátt í því," sagði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka sagði: „Bankarnir hegða sér eins og dýrbítur innan um lömb nema að dýrbíturinn bítur aðeins þegar hann er svangur nema að bankarnir eru alltaf gráðugir." Þá kvað Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar sér hljóðs. „Það er hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að tapið deilist jafn niður og þar hefur okkar ágæti ráðherra algjörlega feilað og ef hann treystir sér ekki til að standa með fólkinu í landinu þá verður hann að víkja." Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan flokka, sagði deilurnar um svigrúmið til almennra afskrifta munu lama þjóðina þar til upplýsingar um afsláttinni koma fram í dagsljósið og svigrúmið nýtt til að leiðrétta forsendubrestinn. „Ekki aðeins hjá vildarvinum bankanna," sagði hún að lokum. Árni Páll sagði reikninga bankanna sýna að þegar hafi verið afskrifaðir um tólf hundruð milljarðar króna af skuldum heimila og fyrirtækja Hann sagði almennar niðurfellingar skulda, eins og til að mynda tuttugu prósent niðurfelling á öll lán heimilanna, ekki koma til greina þar sem þær lenda á almenningi. „Menn kalla hér eftir að forsendubrestur verði leiðréttur með sama orðfærinu og þeir hafa alltaf notað. Þeir hlusta ekki á það og hugsa ekki til þess að það er búið að prófa það mál og það er ljóst að það verður ekki gert nema með því að skaða almenning í landinu með stórfelldum hætti. Ég get alveg sagt það hér hreint út og alveg skýrt að ég er ekki tilbúinn að flytja skuldir af þeim sem stofnuðu til þeirra yfir á eignalaust fólk sem á ekkert nema lífeyrisréttindin sín. Það mun ég aldrei gera," sagði Árni Páll.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira