Innlent

Ferðir Herjólfs falla niður

Ekkert verður af frekari ferðum Herjólfs á milli lands og Eyja eins og áætlað hafði verið. Mjög slæmt veður er á svæðinu og er skipið nú á siglingu til Vestmannaeyja og er búist við því til hafnar klukkan fimm. Herjólfur siglir á 6 mílna hraða sökum sjólagsins en vindur fer í 30 metra á sekúndu í verstu kviðunum.

Í tilkynningu frá rekstraraðilum skipsins segir að betra útlit sé með fyrri ferðir Herjólfs til og frá Þorlákshöfn á morgun fimmtudaginn 13. okt. en að sama skapi er tvísýnna með síðari ferðirnar þann dag. Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgast með fréttum á herjolfur.is og á facebook síðu Herjólfs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×