Innlent

Tveir handteknir eftir innbrot í Fossvogsskóla

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handsamaði tvo karlmenn um tvítugt, eftir að þeir höfðu brotist inn í Fossvogsskóla og voru á leið þaðan.

Þeir höfðu brotið rúðu til að komast inn og unnið einhverjar skemmdir inannstokks. Einhverra verðmæta er saknað en þar sem þeir voru ekki með neitt þýfi á sér þegar þeir voru gómaðir, er lögregla að kanna hvort þeir hafi átt vitorðsmann, sem hafi komið þýfinu undan.

Báðir mennirnir eiga afbrotaferil að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×