Erlent

Papademos fær stuðning þings

Papademos forsætisráðherra hlustar á Venizelos fjármálaráðherra.fréttablaðið/AP
Papademos forsætisráðherra hlustar á Venizelos fjármálaráðherra.fréttablaðið/AP
Gríska þjóðþingið samþykkti í gær traustsyfirlýsingu til nýju samsteypustjórnarinnar, sem tók við af stjórn Georgs Papandreú í síðustu viku.

Stjórnin fær nokkrar vikur til þess að hrinda í framkvæmd erfiðum og óvinsælum aðhaldsaðgerðum í tengslum við björgunarpakka Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

„Það eru engar töfralausnir til,“ sagði nýi forsætisráðherrann, Lúkas Papademos, áður en þingmenn greiddu atkvæði.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×