Lífið

Fiskar narta húðflögur af andliti Nilla

Týnda kynslóðin leggur land undir fót fyrir næsta þátt. Hópurinn er staddur í Kaupmannahöfn og gerir þar alls kyns óskunda eins og þeim einum er lagið.

Í meðfylgjandi sýnishorni fyrir þáttinn prófar Nilli til dæmis að dýfa andlitinu ofan í fiskabúr sem er fullt af fiskum sem finnst ekkert gómsætara en að kjammsa á húðflögum í andlitinu.

Týnda kynslóðin er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19.20. Þátturinn er einnig sýndur í beinni útsendingu á Vísir Sjónvarp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.