Milljóna bótakrafa á fangelsisstjórann 16. ágúst 2011 08:00 Mál forstöðumannsins fyrrverandi var sent til embættis ríkissaksóknara fyrir helgina. Mál Geirmundar Vilhjálmssonar, fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju, var sent til ríkissaksóknara fyrir helgi. Ríkislögmaður hefur lagt fram bótakröfu í málinu á hendur honum. Hún nemur um það bil tveimur milljónum króna, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Krafan er tilkomin vegna tjóns sem talið er ljóst að ríkissjóður hafi orðið fyrir. Þann 26. nóvember á síðasta ári var forstöðumanninum var veitt tímabundin lausn vegna gruns um tugi auðgunarbrota í starfi. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hefur hann helming fullra launa meðan staðan er með þeim hætti eða 270 þúsund krónur á mánuði. Hann hefur því fengið samtals um 2,5 milljónir króna í laun frá því að hann var leystur frá störfum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins, þar sem grunur lék á að fangelsisstjórinn fyrrverandi hefði dregið sér fjármuni eða verðmæti í eigu fangelsisins. Við rannsókn málsins leitaði lögregla á heimili Geirmundar og í sumarhúsi í eigu föður hans. Við leitina lagði hún hald á ýmsa muni sem taldir eru í eigu fangelsisins, þar á meðal ýmis verkfæri, varahluti í bifreiðar og hjólbarða. Fangelsismálastofnun hafði áður en til rannsóknarinnar kom gert skriflega athugasemd við Geirmund vegna mikilla innkaupa fangelsisins frá fyrirtækinu N1. Samkvæmt söluyfirliti frá N1 höfðu seldar vörur frá fyrirtækinu farið úr ríflega 1,4 milljónum vegna ársins 2009 í rúmlega 3,5 milljónir fyrstu tíu mánuði árs 2010. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við innkaup til fangelsisins að upphæð 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2010, þar sem hið keypta fannst ekki í fangelsinu, tengdist ekki starfsemi þess eða bókhaldsgögn fundust ekki fyrir. Gögn sem lögð hafa verið fram sýna að fimmtíu til sextíu sinnum í mánuði voru gerð smávægileg innkaup fyrir fangelsið í matvöruversluninni Samkaupum í Grundarfirði, þrátt fyrir fyrirmæli um hagkvæm innkaup frá birgjum eða lágvöruverðsverslunum. Stór hluti innkaupanna reyndist munaðarvara sem ekki var á boðstólum í fangelsum ríkisins, svo sem kjúklingalundir, regnbogasilungur, sælgæti, gosdrykkir og fleira. Geirmundur og eiginkona hans stunduðu innkaupin að mestu. Í sumum tilvikum kvittuðu fangar fyrir móttöku á vörum, en fangelsisstjórinn samþykkti reikningana í öllum tilvikum. jss@frettabladid.is Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
Mál Geirmundar Vilhjálmssonar, fyrrverandi forstöðumanns fangelsisins á Kvíabryggju, var sent til ríkissaksóknara fyrir helgi. Ríkislögmaður hefur lagt fram bótakröfu í málinu á hendur honum. Hún nemur um það bil tveimur milljónum króna, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Krafan er tilkomin vegna tjóns sem talið er ljóst að ríkissjóður hafi orðið fyrir. Þann 26. nóvember á síðasta ári var forstöðumanninum var veitt tímabundin lausn vegna gruns um tugi auðgunarbrota í starfi. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hefur hann helming fullra launa meðan staðan er með þeim hætti eða 270 þúsund krónur á mánuði. Hann hefur því fengið samtals um 2,5 milljónir króna í laun frá því að hann var leystur frá störfum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins, þar sem grunur lék á að fangelsisstjórinn fyrrverandi hefði dregið sér fjármuni eða verðmæti í eigu fangelsisins. Við rannsókn málsins leitaði lögregla á heimili Geirmundar og í sumarhúsi í eigu föður hans. Við leitina lagði hún hald á ýmsa muni sem taldir eru í eigu fangelsisins, þar á meðal ýmis verkfæri, varahluti í bifreiðar og hjólbarða. Fangelsismálastofnun hafði áður en til rannsóknarinnar kom gert skriflega athugasemd við Geirmund vegna mikilla innkaupa fangelsisins frá fyrirtækinu N1. Samkvæmt söluyfirliti frá N1 höfðu seldar vörur frá fyrirtækinu farið úr ríflega 1,4 milljónum vegna ársins 2009 í rúmlega 3,5 milljónir fyrstu tíu mánuði árs 2010. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við innkaup til fangelsisins að upphæð 1,7 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2010, þar sem hið keypta fannst ekki í fangelsinu, tengdist ekki starfsemi þess eða bókhaldsgögn fundust ekki fyrir. Gögn sem lögð hafa verið fram sýna að fimmtíu til sextíu sinnum í mánuði voru gerð smávægileg innkaup fyrir fangelsið í matvöruversluninni Samkaupum í Grundarfirði, þrátt fyrir fyrirmæli um hagkvæm innkaup frá birgjum eða lágvöruverðsverslunum. Stór hluti innkaupanna reyndist munaðarvara sem ekki var á boðstólum í fangelsum ríkisins, svo sem kjúklingalundir, regnbogasilungur, sælgæti, gosdrykkir og fleira. Geirmundur og eiginkona hans stunduðu innkaupin að mestu. Í sumum tilvikum kvittuðu fangar fyrir móttöku á vörum, en fangelsisstjórinn samþykkti reikningana í öllum tilvikum. jss@frettabladid.is
Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira