Gítarinn sér um röddina 19. október 2011 19:00 Gítarveisla Björn Thorodden segir Gítarveisluna ávallt hafa notið vinsælda en þó aldrei viðlíka og nú. Fréttablaðið/Vilhelm Gítarleikarinn Björn Thoroddsen býður til sinnar árlegu Gítarveislu í áttunda sinn í Salnum í Kópavogi á morgun og föstudag. „Gítarveislan er orðin að viðburði sem vekur athygli og gengur vel í fólk. Gítarinn er auðvitað vinsælt hljóðfæri og margir tengja við það. Líklega eru fáir sem eiga ekki einhvern vin eða ættingja sem spilar á gítar og alla hefur einhvern tíma dreymt um að vera í hljómsveit,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari sem býður til sinnar árlegu „Gítarveislu Bjössa Thor“ í Salnum í Kópavogi annað kvöld, 20. október og föstudagskvöld, 21. október. Strax og miðar fóru í sölu seldist upp á Gítarveisluna annað kvöld og því var öðru kvöldi bætt við sem enn eru til nokkrir miðar á. Þetta er í áttunda sinn sem Gítarveislan er haldin og segir Björn vinsældir hennar hafa aukist með árunum, sem og gæði tónleikanna. „Ég gegni í raun hlutverki gestgjafa, kynni hvern gítarleikara til leiks og spila undir hjá þeim. Ég reyni að velja menn sem standa fyrir einhverja sérstaka tegund tónlistar. Núna erum við til dæmis með gest frá Hollandi, Robin Nolan, sem hefur tileinkað sér gítarstíl Django Reinhardt. Hjörtur Stephensen er einn af þessum ungu og tekur á tæknilegu hliðinni og svo er það bárujárns-„klónið“ Sigurður Ólafsson frá Neskaupsstað sem er nokkurs konar leynivopn hjá mér,“ segir Björn. Af öðrum sem koma fram í gítarveislunni má nefna blúsmennina Halldór Bragason og Guðmund Pétursson, Björgvin Gíslason (sem Björn lofar að taki Sprengisandinn), Þórð Árnason, Jón Hilmar Kárason og Hákon Möller. Björn segir marga áhorfendur búast við löngum gítarsólóum á tónleikunum, en dagskráin byggist í raun að mestu upp á alls kyns lögum sem flestir þekkja, til að mynda er leikin Shadows-syrpa, standardinn Sleepwalk frá sjötta áratuginum, Toto-lagið Georgy Porgy og eitís-slagarinn Tainted Love með Soft Cell. „Við bjóðum upp á allar tegundir tónlistar og látum gítarinn sjá um röddina,“ útskýrir Björn. Að auki verður Gullnöglin afhent í þriðja sinn, en hún er veitt gítarleikara sem einhver áhrif hefur haft á íslenskan gítarleik. Ólafur Gaukur Þórhallsson heitinn og Jón Páll Bjarnason hafa áður hlotið viðurkenninguna. „Allir gítarleikarar, ungir sem gamlir, eru í pottinum og ég hef ekki hugmynd hver fær hana núna. Ég vona bara að ég fái nöglina einhvern tíma. Kannski fæ ég hana núna, hver veit,“ segir Björn og hlær. kjartan@frettabladid.is Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Gítarleikarinn Björn Thoroddsen býður til sinnar árlegu Gítarveislu í áttunda sinn í Salnum í Kópavogi á morgun og föstudag. „Gítarveislan er orðin að viðburði sem vekur athygli og gengur vel í fólk. Gítarinn er auðvitað vinsælt hljóðfæri og margir tengja við það. Líklega eru fáir sem eiga ekki einhvern vin eða ættingja sem spilar á gítar og alla hefur einhvern tíma dreymt um að vera í hljómsveit,“ segir Björn Thoroddsen gítarleikari sem býður til sinnar árlegu „Gítarveislu Bjössa Thor“ í Salnum í Kópavogi annað kvöld, 20. október og föstudagskvöld, 21. október. Strax og miðar fóru í sölu seldist upp á Gítarveisluna annað kvöld og því var öðru kvöldi bætt við sem enn eru til nokkrir miðar á. Þetta er í áttunda sinn sem Gítarveislan er haldin og segir Björn vinsældir hennar hafa aukist með árunum, sem og gæði tónleikanna. „Ég gegni í raun hlutverki gestgjafa, kynni hvern gítarleikara til leiks og spila undir hjá þeim. Ég reyni að velja menn sem standa fyrir einhverja sérstaka tegund tónlistar. Núna erum við til dæmis með gest frá Hollandi, Robin Nolan, sem hefur tileinkað sér gítarstíl Django Reinhardt. Hjörtur Stephensen er einn af þessum ungu og tekur á tæknilegu hliðinni og svo er það bárujárns-„klónið“ Sigurður Ólafsson frá Neskaupsstað sem er nokkurs konar leynivopn hjá mér,“ segir Björn. Af öðrum sem koma fram í gítarveislunni má nefna blúsmennina Halldór Bragason og Guðmund Pétursson, Björgvin Gíslason (sem Björn lofar að taki Sprengisandinn), Þórð Árnason, Jón Hilmar Kárason og Hákon Möller. Björn segir marga áhorfendur búast við löngum gítarsólóum á tónleikunum, en dagskráin byggist í raun að mestu upp á alls kyns lögum sem flestir þekkja, til að mynda er leikin Shadows-syrpa, standardinn Sleepwalk frá sjötta áratuginum, Toto-lagið Georgy Porgy og eitís-slagarinn Tainted Love með Soft Cell. „Við bjóðum upp á allar tegundir tónlistar og látum gítarinn sjá um röddina,“ útskýrir Björn. Að auki verður Gullnöglin afhent í þriðja sinn, en hún er veitt gítarleikara sem einhver áhrif hefur haft á íslenskan gítarleik. Ólafur Gaukur Þórhallsson heitinn og Jón Páll Bjarnason hafa áður hlotið viðurkenninguna. „Allir gítarleikarar, ungir sem gamlir, eru í pottinum og ég hef ekki hugmynd hver fær hana núna. Ég vona bara að ég fái nöglina einhvern tíma. Kannski fæ ég hana núna, hver veit,“ segir Björn og hlær. kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira