Innlent

Tugþúsundir á faraldsfæti

Tugþúsundir Íslendinga leggja land undir fót nú um verslunarmannahelgina þrátt fyrir að veðurspáin sé ekki beysin.

Fjöldi hátíða er í boði þetta árið, en líklega verður mestur mannfjöldi á Einni með öllu á Akureyri, Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Lögregla hvetur fólk sem leggur í ferðalög til þess að ganga tryggilega frá heimilum sínum til að fyrirbyggja innbrot. Eins sé ráðlegt að biðja nágranna um að líta til með húsnæði og vera vakandi fyrir grunsamlegum mannaferðum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafði umferð á vegum landins gengið vel að mestu leyti fram eftir degi í gær og engin alvarleg tilfelli höfðu komið upp.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×