Sundlaugaverðir lenda í útistöðum við foreldra Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. júlí 2011 15:14 Hafþór B. Guðmundsson segir að Íslendingar séu of værukærir þegar kemur að öryggismálum í sundlaugum. Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann á sæti í hópi á vegum Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á stundstöðum. Vísir greindi frá því í morgun að Anton Bjarnason, sundkennari til fjörtíu ára, var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín, sjö og tíu ára, í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt þeim má ekki fara með fleiri en tvö börn yngri en tíu ára í sund, nema að um sé að ræða foreldri eða forráðamann barnanna. Hins vegar getur leiðbeinandi á sundnámskeiði verið með 15 börn í sinnu umsjá. Anton segir að þarna sé ekkert samræmi í reglunum. Hafþór segir það ekki rétt að barnabörn Antons hafi verið orðin tíu ára. Ef þau hefðu verið orðin það mættu þau fara ein í sund. Hann segir auk þess að reglugerðin sé mjög góð að flestu leyti. Íslendingar hafi verið of værukærir í öryggismálum á sundstöðum hingað til og því hafi þurft að breyta. Hann tekur hins vegar undir þær ábendingar sem Anton bendir á. Hann segir að reglugerðin fari til endurskoðunar í ágúst. Starfsmennirnir sem afgreiddu Anton hafi hins vegar brugðist hárrétt við miðað við það hvernig reglugerðin er núna. „Ég á von á því að menn muni klykkja betur á því hvað er forráðamaður," nefnir Hafþór sem dæmi um breytingar sem þyrfti að gera á reglugerðinni. Hann segist sjálfur eiga þrjú barnabörn sem hann fái stundum til sín um helgar. „Er ég ekki forráðamaður barnanna, ef ég er með barnabörnin hjá mér yfir helgi?" Tengdar fréttir Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann á sæti í hópi á vegum Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á stundstöðum. Vísir greindi frá því í morgun að Anton Bjarnason, sundkennari til fjörtíu ára, var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín, sjö og tíu ára, í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt þeim má ekki fara með fleiri en tvö börn yngri en tíu ára í sund, nema að um sé að ræða foreldri eða forráðamann barnanna. Hins vegar getur leiðbeinandi á sundnámskeiði verið með 15 börn í sinnu umsjá. Anton segir að þarna sé ekkert samræmi í reglunum. Hafþór segir það ekki rétt að barnabörn Antons hafi verið orðin tíu ára. Ef þau hefðu verið orðin það mættu þau fara ein í sund. Hann segir auk þess að reglugerðin sé mjög góð að flestu leyti. Íslendingar hafi verið of værukærir í öryggismálum á sundstöðum hingað til og því hafi þurft að breyta. Hann tekur hins vegar undir þær ábendingar sem Anton bendir á. Hann segir að reglugerðin fari til endurskoðunar í ágúst. Starfsmennirnir sem afgreiddu Anton hafi hins vegar brugðist hárrétt við miðað við það hvernig reglugerðin er núna. „Ég á von á því að menn muni klykkja betur á því hvað er forráðamaður," nefnir Hafþór sem dæmi um breytingar sem þyrfti að gera á reglugerðinni. Hann segist sjálfur eiga þrjú barnabörn sem hann fái stundum til sín um helgar. „Er ég ekki forráðamaður barnanna, ef ég er með barnabörnin hjá mér yfir helgi?"
Tengdar fréttir Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13