Sundlaugaverðir lenda í útistöðum við foreldra Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. júlí 2011 15:14 Hafþór B. Guðmundsson segir að Íslendingar séu of værukærir þegar kemur að öryggismálum í sundlaugum. Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann á sæti í hópi á vegum Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á stundstöðum. Vísir greindi frá því í morgun að Anton Bjarnason, sundkennari til fjörtíu ára, var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín, sjö og tíu ára, í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt þeim má ekki fara með fleiri en tvö börn yngri en tíu ára í sund, nema að um sé að ræða foreldri eða forráðamann barnanna. Hins vegar getur leiðbeinandi á sundnámskeiði verið með 15 börn í sinnu umsjá. Anton segir að þarna sé ekkert samræmi í reglunum. Hafþór segir það ekki rétt að barnabörn Antons hafi verið orðin tíu ára. Ef þau hefðu verið orðin það mættu þau fara ein í sund. Hann segir auk þess að reglugerðin sé mjög góð að flestu leyti. Íslendingar hafi verið of værukærir í öryggismálum á sundstöðum hingað til og því hafi þurft að breyta. Hann tekur hins vegar undir þær ábendingar sem Anton bendir á. Hann segir að reglugerðin fari til endurskoðunar í ágúst. Starfsmennirnir sem afgreiddu Anton hafi hins vegar brugðist hárrétt við miðað við það hvernig reglugerðin er núna. „Ég á von á því að menn muni klykkja betur á því hvað er forráðamaður," nefnir Hafþór sem dæmi um breytingar sem þyrfti að gera á reglugerðinni. Hann segist sjálfur eiga þrjú barnabörn sem hann fái stundum til sín um helgar. „Er ég ekki forráðamaður barnanna, ef ég er með barnabörnin hjá mér yfir helgi?" Tengdar fréttir Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann á sæti í hópi á vegum Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að endurskoðun reglugerðar um hollustuhætti á stundstöðum. Vísir greindi frá því í morgun að Anton Bjarnason, sundkennari til fjörtíu ára, var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín, sjö og tíu ára, í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt þeim má ekki fara með fleiri en tvö börn yngri en tíu ára í sund, nema að um sé að ræða foreldri eða forráðamann barnanna. Hins vegar getur leiðbeinandi á sundnámskeiði verið með 15 börn í sinnu umsjá. Anton segir að þarna sé ekkert samræmi í reglunum. Hafþór segir það ekki rétt að barnabörn Antons hafi verið orðin tíu ára. Ef þau hefðu verið orðin það mættu þau fara ein í sund. Hann segir auk þess að reglugerðin sé mjög góð að flestu leyti. Íslendingar hafi verið of værukærir í öryggismálum á sundstöðum hingað til og því hafi þurft að breyta. Hann tekur hins vegar undir þær ábendingar sem Anton bendir á. Hann segir að reglugerðin fari til endurskoðunar í ágúst. Starfsmennirnir sem afgreiddu Anton hafi hins vegar brugðist hárrétt við miðað við það hvernig reglugerðin er núna. „Ég á von á því að menn muni klykkja betur á því hvað er forráðamaður," nefnir Hafþór sem dæmi um breytingar sem þyrfti að gera á reglugerðinni. Hann segist sjálfur eiga þrjú barnabörn sem hann fái stundum til sín um helgar. „Er ég ekki forráðamaður barnanna, ef ég er með barnabörnin hjá mér yfir helgi?"
Tengdar fréttir Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29. júlí 2011 11:13