Tvöfaldur ávinningur með íslensku viðmóti Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. janúar 2011 00:00 Halldór Jörgensson Nærri fjórðungur notar íslenskt viðmót Windows-stýrikerfisins í tölvum, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Microsoft á Íslandi. Fyrir tveimur árum var hlutfallið 16,5 prósent. Breytingin er öllu meiri þegar horft er til yngsta hópsins. Fyrir tveimur árum notuðu bara tvö prósent 16 til 24 ára ungmenna íslenskt viðmót. Núna gera það 11 prósent. Microsoft gefur í dag út íslenska þýðingu á skrifstofuhugbúnaðinum Office 2010, en notendur geta sótt sér hana að kostnaðarlausu á microsoft.is. Með í pakkanum er íslensk stafsetningarorðabók. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir þýðinguna mikið og kostnaðarsamt verk. „Þetta eru mörg orð og mörg nýyrði,“ segir hann. Tíu ár séu síðan fyrsta íslenska þýðingin á Windows var afhent Birni Bjarnasyni, þá menntamálaráðherra. Nú sé hins vegar flestur hugbúnaður Microsoft fáanlegur á íslensku. „Og meira er á leiðinni því verið er að ljúka þýðingu á Windows Live-þjónustunum. Undir þær falla til dæmis MSN og Hotmail.“Halldór segir ánægjulegt að sjá í könnun Capacent Gallup aukna notkun íslensks notendaviðmóts, en frá árinu 2008 hafi notkun á vinnustöðum farið úr 16 prósentum í 23 prósent. Þá hafi eins prósents aukning orðið á notkun heimila. Hann segir hins vegar koma á óvart að notkun íslenskrar þýðingar Windows-stýrikerfisins í skólum dragist saman milli mælinga, fari úr 16 prósentum í tæp 12 prósent. „Ekki síst kemur þetta á óvart þar sem íslensk málstefna var samþykkt á Alþingi 2009, en í henni er kveðið á um að í lok árs 2012 skuli sem flestur tölvubúnaður í skólum vera með íslensku viðmóti,“ segir Halldór, en bendir um leið á að nýja könnunin nái í raun bara til ungmenna á framhaldsskólaaldri. „Staðan kann að vera betri í grunnskólum.“ Halldór bendir á að komið hafi fram í rannsókn á málskilningi barna að þau sem noti móðurmál sitt í tölvunni öðlist við það dýpri skilning á hugtökum og virkni. „Og í raun er þarna um tvöfaldan ávinning að ræða, því hugtakaskilningur sem næst með notkun móðurmálsins yfirfærist svo á enskuna ef börnin skipta yfir í það viðmót síðar. Það virkar hins vegar ekki í hina áttina,“ segir hann. Einfalt er að breyta viðmóti hugbúnaðarins þegar nýtt tungumál hefur verið sett upp og hægt að skipta fram og til baka eftir hentugleikum. Halldór segir reynsluna sýna að best gangi að innleiða nýtt tungumál þegar notendur fái sjálfir að ráða. „Til dæmis má benda á að flestir notendur Facebook hér á landi eru með íslenskt viðmót á síðunni.“ Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Nærri fjórðungur notar íslenskt viðmót Windows-stýrikerfisins í tölvum, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir Microsoft á Íslandi. Fyrir tveimur árum var hlutfallið 16,5 prósent. Breytingin er öllu meiri þegar horft er til yngsta hópsins. Fyrir tveimur árum notuðu bara tvö prósent 16 til 24 ára ungmenna íslenskt viðmót. Núna gera það 11 prósent. Microsoft gefur í dag út íslenska þýðingu á skrifstofuhugbúnaðinum Office 2010, en notendur geta sótt sér hana að kostnaðarlausu á microsoft.is. Með í pakkanum er íslensk stafsetningarorðabók. Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir þýðinguna mikið og kostnaðarsamt verk. „Þetta eru mörg orð og mörg nýyrði,“ segir hann. Tíu ár séu síðan fyrsta íslenska þýðingin á Windows var afhent Birni Bjarnasyni, þá menntamálaráðherra. Nú sé hins vegar flestur hugbúnaður Microsoft fáanlegur á íslensku. „Og meira er á leiðinni því verið er að ljúka þýðingu á Windows Live-þjónustunum. Undir þær falla til dæmis MSN og Hotmail.“Halldór segir ánægjulegt að sjá í könnun Capacent Gallup aukna notkun íslensks notendaviðmóts, en frá árinu 2008 hafi notkun á vinnustöðum farið úr 16 prósentum í 23 prósent. Þá hafi eins prósents aukning orðið á notkun heimila. Hann segir hins vegar koma á óvart að notkun íslenskrar þýðingar Windows-stýrikerfisins í skólum dragist saman milli mælinga, fari úr 16 prósentum í tæp 12 prósent. „Ekki síst kemur þetta á óvart þar sem íslensk málstefna var samþykkt á Alþingi 2009, en í henni er kveðið á um að í lok árs 2012 skuli sem flestur tölvubúnaður í skólum vera með íslensku viðmóti,“ segir Halldór, en bendir um leið á að nýja könnunin nái í raun bara til ungmenna á framhaldsskólaaldri. „Staðan kann að vera betri í grunnskólum.“ Halldór bendir á að komið hafi fram í rannsókn á málskilningi barna að þau sem noti móðurmál sitt í tölvunni öðlist við það dýpri skilning á hugtökum og virkni. „Og í raun er þarna um tvöfaldan ávinning að ræða, því hugtakaskilningur sem næst með notkun móðurmálsins yfirfærist svo á enskuna ef börnin skipta yfir í það viðmót síðar. Það virkar hins vegar ekki í hina áttina,“ segir hann. Einfalt er að breyta viðmóti hugbúnaðarins þegar nýtt tungumál hefur verið sett upp og hægt að skipta fram og til baka eftir hentugleikum. Halldór segir reynsluna sýna að best gangi að innleiða nýtt tungumál þegar notendur fái sjálfir að ráða. „Til dæmis má benda á að flestir notendur Facebook hér á landi eru með íslenskt viðmót á síðunni.“
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira