Litli bróðir Ingós með lög unga fólksins á hreinu 19. desember 2011 14:30 Ingó og Guðmundur koma oft fram saman um þessar mundir. fréttablaðið/stefán Söngvarinn Ingó tekur yngri bróður sinn Guðmund stundum með upp á svið, enda sá yngri liðtækur söngvari. „Hann er stundum með. Það er gaman fyrir mig, enda þreytandi að vera alltaf einn. Það er gott að fá einhvern sem syngur,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó. Ingó tróð upp á skemmtistaðnum Oliver á fimmtudagskvöld ásamt Guðmundi bróður sínum. Ingó hefur æ oftar fengið Guðmund til að troða upp með sér, en sá yngri er ekki síður liðtækur söngvari og skemmtikraftur en sá eldri. „Ég er að hjálpa honum að vinna sér inn smá pening áður en hann fer til Vestmannaeyja,“ segir Ingó, en Guðmundur spilar fótbolta með ÍBV í Pepsi-deildinni og undirbúningstímabilið er skammt undan. Guðmundur og Ingó eru frá Selfossi, en þar hefur sá yngri komið reglulega fram undanfarin misseri á meðan sá eldri hefur troðið upp um allt land. Ingó segir að Guðmundur hafi ekki stokkið á tækifærið að koma fram með honum í höfuðborginni, „Hann var aðeins tregur að gera það,“ segir Ingó. „En ef við erum tveir, þá lætur hann vaða. Hann hefur líka tekið í bongótrommu, hann man ekki alveg lögin á gítar. Ef hann er með bongó er hann góður.“ En er ekki hættulegt að vera með yngri útgáfu af þér með á sviðinu? Verður hann ekki bókaður einn á Oliver innan tíðar? „Það endar örugglega þannig. Síðast voru stelpurnar líka meira utan í honum. Það var gaman að vera í þeirri stöðu, þá veit maður hvernig Veðurguðunum leið í gamla daga,“ segir Ingó í léttum dúr. Ingó segir þá bræður bæta hvor annan upp. Guðmundur er rétt tæplega tvítugur en Ingó kominn á miðjan þrítugsaldurinn. Áherslurnar eru því ólíkar. „Hann er með FM-prógrammið á hreinu. Þessi vinsælu lög hjá unga fólkinu. Þannig að hann smellpassar í Oliver-stemninguna,“ segir Ingó léttur. „Hann er lélegur í Creedence, Bítlunum og Bubba, en góður í Chris Brown og Rihönnu.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Söngvarinn Ingó tekur yngri bróður sinn Guðmund stundum með upp á svið, enda sá yngri liðtækur söngvari. „Hann er stundum með. Það er gaman fyrir mig, enda þreytandi að vera alltaf einn. Það er gott að fá einhvern sem syngur,“ segir tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó. Ingó tróð upp á skemmtistaðnum Oliver á fimmtudagskvöld ásamt Guðmundi bróður sínum. Ingó hefur æ oftar fengið Guðmund til að troða upp með sér, en sá yngri er ekki síður liðtækur söngvari og skemmtikraftur en sá eldri. „Ég er að hjálpa honum að vinna sér inn smá pening áður en hann fer til Vestmannaeyja,“ segir Ingó, en Guðmundur spilar fótbolta með ÍBV í Pepsi-deildinni og undirbúningstímabilið er skammt undan. Guðmundur og Ingó eru frá Selfossi, en þar hefur sá yngri komið reglulega fram undanfarin misseri á meðan sá eldri hefur troðið upp um allt land. Ingó segir að Guðmundur hafi ekki stokkið á tækifærið að koma fram með honum í höfuðborginni, „Hann var aðeins tregur að gera það,“ segir Ingó. „En ef við erum tveir, þá lætur hann vaða. Hann hefur líka tekið í bongótrommu, hann man ekki alveg lögin á gítar. Ef hann er með bongó er hann góður.“ En er ekki hættulegt að vera með yngri útgáfu af þér með á sviðinu? Verður hann ekki bókaður einn á Oliver innan tíðar? „Það endar örugglega þannig. Síðast voru stelpurnar líka meira utan í honum. Það var gaman að vera í þeirri stöðu, þá veit maður hvernig Veðurguðunum leið í gamla daga,“ segir Ingó í léttum dúr. Ingó segir þá bræður bæta hvor annan upp. Guðmundur er rétt tæplega tvítugur en Ingó kominn á miðjan þrítugsaldurinn. Áherslurnar eru því ólíkar. „Hann er með FM-prógrammið á hreinu. Þessi vinsælu lög hjá unga fólkinu. Þannig að hann smellpassar í Oliver-stemninguna,“ segir Ingó léttur. „Hann er lélegur í Creedence, Bítlunum og Bubba, en góður í Chris Brown og Rihönnu.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira