Minnihluti undrast starfslokin 3. október 2011 06:30 Haraldur Flosi Tryggvason Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki lengur í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í síðustu viku að Haraldur Flosi hefði að eigin frumkvæði verið í hálfu starfi frá því í mars og hefði svo látið alfarið af störfum 1. júní. Hann hefði ekki talið þörf á kröftum sínum lengur. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lýsti yfir undrun á þessum upplýsingum, enda hefði minnihlutanum ekki verið þetta ljóst. Ákveðið hefði verið á aðalfundi í júní í fyrra að Haraldur Flosi skyldi vera í fullu starfi fram að næsta aðalfundi Orkuveitunnar, sem var nú í júní. Hann hefði ekki haft vald til að taka ákvörðun um starfslok einn síns liðs og velti Sóley upp þeirri spurningu hvort Haraldur hlyti ekki að eiga rétt á fullum launum fram að aðalfundinum í júní síðastliðnum. Aðrir fulltrúar minnihlutans tóku undir það með Sóleyju að þetta væru einkennileg vinnubrögð og kröfðust skýrari svara frá meirihlutanum. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, spurði Sóleyju hins vegar á móti hvort spurning hennar hefði verið svokallað grín. "Mér finnst fólki orðin býsna laus höndin með peninga ef það á að neyða upp á fólk fé fyrir starf sem það hefur trappað niður að eigin frumkvæði," sagði Dagur. Hrósa bæri Haraldi Flosa fyrir ákvörðun hans, enda kvæði samþykkt aðalfundarins á um að stjórnarformaðurinn yrði í fullu starfi "tímabundið á meðan lagt er vandað mat á aðstæðum," og nauðsynlegum breytingum ýtt úr vör. "Nei, ég er ekki að grínast," svaraði Sóley. Ákvörðun aðalfundar yrði ekki breytt af Haraldi Flosa einum og því miður myndi þetta kannski "kosta borgarbúa skildinginn".- sh Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er ekki lengur í fullu starfi hjá fyrirtækinu. Fram kom í máli Jóns Gnarr borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í síðustu viku að Haraldur Flosi hefði að eigin frumkvæði verið í hálfu starfi frá því í mars og hefði svo látið alfarið af störfum 1. júní. Hann hefði ekki talið þörf á kröftum sínum lengur. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lýsti yfir undrun á þessum upplýsingum, enda hefði minnihlutanum ekki verið þetta ljóst. Ákveðið hefði verið á aðalfundi í júní í fyrra að Haraldur Flosi skyldi vera í fullu starfi fram að næsta aðalfundi Orkuveitunnar, sem var nú í júní. Hann hefði ekki haft vald til að taka ákvörðun um starfslok einn síns liðs og velti Sóley upp þeirri spurningu hvort Haraldur hlyti ekki að eiga rétt á fullum launum fram að aðalfundinum í júní síðastliðnum. Aðrir fulltrúar minnihlutans tóku undir það með Sóleyju að þetta væru einkennileg vinnubrögð og kröfðust skýrari svara frá meirihlutanum. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, spurði Sóleyju hins vegar á móti hvort spurning hennar hefði verið svokallað grín. "Mér finnst fólki orðin býsna laus höndin með peninga ef það á að neyða upp á fólk fé fyrir starf sem það hefur trappað niður að eigin frumkvæði," sagði Dagur. Hrósa bæri Haraldi Flosa fyrir ákvörðun hans, enda kvæði samþykkt aðalfundarins á um að stjórnarformaðurinn yrði í fullu starfi "tímabundið á meðan lagt er vandað mat á aðstæðum," og nauðsynlegum breytingum ýtt úr vör. "Nei, ég er ekki að grínast," svaraði Sóley. Ákvörðun aðalfundar yrði ekki breytt af Haraldi Flosa einum og því miður myndi þetta kannski "kosta borgarbúa skildinginn".- sh
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira