Vilja síður viðurkenna að hafa lagt í einelti 8. október 2011 08:00 Grunnskóladrengir Samkvæmt rannsókninni eru strákar líklegri til að vera gerendur en stúlkur. Strákum sem verða fyrir einelti fjölgaði um fjórðung milli áranna 2006 og 2010 en stelpum um þriðjung.fréttablaðið/valli Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason og Ársæll Arnarsson, prófessorar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð árið 2006 og aftur 2010. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvort tveggja; þannig sögðust 8,8 prósent svarenda það eiga við sig árið 2006, samanborið við 8,9 prósent árið 2010. Ársæll Arnarsson segir fækkun gerenda sennilega ekki liggja í því að þeir séu afkastameiri í eineltinu. „Það hefur verið mikill áróður gegn einelti undanfarið og því er okkar hugmynd sú að krakkar séu orðnir opnari fyrir því að segja að þeir séu lagðir í einelti. Og aftur á móti tregari til þess að viðurkenna að þeir beiti því,“ segir hann. Ársæll bendir á að sama rannsókn sé gerð á um 200 þúsund nemendum um alla Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að einelti er fátíðast hér á landi af öllum löndunum. Hann segir þó að mikilvægt sé að uppræta einelti, þótt það sé ekki eins algengt hér á landi og annars staðar að meðaltali og skólakerfið sé besta vopnið til þess. „Meðaltöl breyta engu fyrir þá krakka sem eru orðnir níu ára og hafa verið kvíðnir því að fara í skólann síðan í fyrsta bekk,“ segir hann. Ársæll minnist á norska rannsókn sem gerð var af Dan Olweus, sem hefur verið leiðandi í eineltisrannsóknum og -forvörnum, sem sýndi fram á að um 60 prósent drengja sem eru gerendur eineltis í grunnskóla eru komin með að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 25 ára aldur. Dómarnir tengjast þá oftast kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi, oft gegn maka og börnum. „Gerendur eru yfirleitt félagslega virkir og eiga marga vini. En þótt þeir séu almennt vinsælir, þá líkar í raun og veru mjög fáum vel við þá. Foreldrar verða að taka það mjög alvarlega ef skólayfirvöld benda þeim á að barnið þeirra sé gerandi í einelti,“ segir Ársæll.sunna@frettabladid.is Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Talsverð breyting hefur orðið innan þess hóps sem telur sig tengjast einelti í grunnskólum. Gerendum eineltis hefur fækkað um 34 prósent síðan árið 2006, en þolendum hefur hins vegar fjölgað um 26 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Höfundar eru Þóroddur Bjarnason og Ársæll Arnarsson, prófessorar við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknin var gerð árið 2006 og aftur 2010. Lítil breyting sést á hlutfalli þeirra sem sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvort tveggja; þannig sögðust 8,8 prósent svarenda það eiga við sig árið 2006, samanborið við 8,9 prósent árið 2010. Ársæll Arnarsson segir fækkun gerenda sennilega ekki liggja í því að þeir séu afkastameiri í eineltinu. „Það hefur verið mikill áróður gegn einelti undanfarið og því er okkar hugmynd sú að krakkar séu orðnir opnari fyrir því að segja að þeir séu lagðir í einelti. Og aftur á móti tregari til þess að viðurkenna að þeir beiti því,“ segir hann. Ársæll bendir á að sama rannsókn sé gerð á um 200 þúsund nemendum um alla Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurstöðurnar sýndu að einelti er fátíðast hér á landi af öllum löndunum. Hann segir þó að mikilvægt sé að uppræta einelti, þótt það sé ekki eins algengt hér á landi og annars staðar að meðaltali og skólakerfið sé besta vopnið til þess. „Meðaltöl breyta engu fyrir þá krakka sem eru orðnir níu ára og hafa verið kvíðnir því að fara í skólann síðan í fyrsta bekk,“ segir hann. Ársæll minnist á norska rannsókn sem gerð var af Dan Olweus, sem hefur verið leiðandi í eineltisrannsóknum og -forvörnum, sem sýndi fram á að um 60 prósent drengja sem eru gerendur eineltis í grunnskóla eru komin með að minnsta kosti einn refsidóm fyrir 25 ára aldur. Dómarnir tengjast þá oftast kynferðislegri áreitni og líkamlegu ofbeldi, oft gegn maka og börnum. „Gerendur eru yfirleitt félagslega virkir og eiga marga vini. En þótt þeir séu almennt vinsælir, þá líkar í raun og veru mjög fáum vel við þá. Foreldrar verða að taka það mjög alvarlega ef skólayfirvöld benda þeim á að barnið þeirra sé gerandi í einelti,“ segir Ársæll.sunna@frettabladid.is
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira