Innlent

Ákærður fyrir að bana manni

Maðurinn er ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn er ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur tæplega fertugan karlmann. Redouane Naoui, fyrir manndráp.

Manninum er gefið að sök að hafa að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí 2011, á veitingastaðnum Monte Carlo á Laugavegi 34 í Reykjavík, veist að íslenskum manni með hnífi og stungið hann í hálsinn vinstra megin með þeim afleiðingum að slagæð fór í sundur.

Árásarmaðurinn, sem hefur verið búsettur hér á landi í átta ár, var handtekinn á veitingastaðnum eftir atlöguna eftir að lögreglan hafði verið kölluð þangað vegna líkamsárásar. Manninum sem fyrir henni varð hafði þá þegar blætt mikið. Hann var þegar fluttur á Landspítalann. Hann lést 26. júlí 2011 af völdum áverkanna.

Aðstandendur hins látna krefjast þess að Naoui verði dæmdur til greiðslu bóta samtals að fjárhæð ríflega fimm milljónir króna. Krafist er miskabóta að fjárhæð fjórar milljónir króna og bóta vegna útfararkostnaðar að fjárhæð 456.874 króna. Krafan er samtals upp á 4.456.874 krónur auk vaxta. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×