Innlent

Segir lyf sín ekki hafa banað Jackson

Upptaka af skýrslutöku læknisins Conrads Murray hjá lögreglu tveimur dögum eftir að hann er sakaður um að hafa gefið poppstjörnunni Michael Jackson banvænan skammt af deyfilyfjum var spilaður fyrir kviðdómendur í máli Jacksons í gær.

Þar lýsir hann því hvernig Jackson hafi grátbeðið hann um mjólkina sína, en það var orðið sem hann notaði yfir propofol, deyfilyfið sem olli dauða hans.

Murray útskýrir í skýrslutökunni hvernig hann reyndi að gefa poppstjörnunni ýmis önnur róandi lyf í marga klukkutíma til að hjálpa henni að sofna, en ekkert hafi virkað. Að lokum hafi hann látið til leiðast að gefa Jackson propofol, en þegar læknirinn kom aftur af klósettinu eftir að hafa gefið honum lyfið hafi Jackson verið hættur að anda.

Murray hefur neitað því að bera ábyrgð á dauða Jackson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×