Innlent

Þingheimi mjög brugðið eftir að byssukúlur fundust

Mótmæli.
Mótmæli.
Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, segir að öllum sé verulega brugðið eftir að byssukúlur fundust við þrif í morgun eftir mótmælin, sem fram fóru í gærkvöldi við setningu Alþingis.

„Mér brugðið. Öllum í húsinu er mjög brugðið," segir Ásta Ragnheiður en málið er nú í höndum lögreglunnar sem rannsakar málið.

Það var Þorsteinn Pálmarson sem fann byssukúlurnar þegar hann var að þrífa húsið. Ekki er ljóst hvernig byssukúlurnar komust þangað en þær lágu á stéttinni fyrir framan Alþingishúsið.

Þær voru sem sagt fyrir innan girðingar sem lögreglan notaði á mótmælunum í gærkvöldi til þess að girða þinghúsið af. Ekki er ljóst hvort þeim hafi verið kastað að húsinu í mótmælunum, eða lagðar fyrir framan það eftir mótmælin.


Tengdar fréttir

Fundu skothylki fyrir framan Alþingishúsið

„Okkur var mjög brugðið að sjá þetta," segir Þorsteinn Pálmarson, framkvæmdastjóri hreinsunarfyrirtækisins Allt-Af, en þeir fundu tvær 22. kalibera byssukúlur fyrir framan Alþingishúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×