Innlent

Ætlaði að fá sér pylsu en féll ofan í fornleifagrunn

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Reykjavíkurborg bótaskylda vegna slyss sem karlmaður varð fyrir í Tryggvagötu í Reykjavík aðfararnótt 7. október 2007, þegar hann féll niður rúma þrjá metra þar sem fornleifauppgröftur stóð yfir.

Maðurinn var á heimleið fótgangandi ásamt unnustu sinni þegar þau ákváðu að koma við á pylsusölu Bæjarins bestu á Tryggvagötu.

Maðurinn staðnæmdist við svæði þar sem fornleifauppgröftur fór fram. Svæðið afmarkast í grófum dráttum af Tryggvagötu, Pósthússtræti, Geirsgötu og Kalkofnsvegi.

Svæðið var girt af en svo virðist sem hluti girðingarinnar hafi fallið. Maðurinn fór að pissa en sá ekkert fyrir myrkri og féll fram fyrir sig niður í grunninn, sem var 3,3 metrar á dýpt.

Maðurinn stórslasaðist. Hann margkjálkabrotnaði auk þess sem tennur hans brotnuðu. Þá hlaut hann einnig alvarlega höfuðáverka. Gekkst hann undir skurðaðgerð á sjúkrahúsinu síðar sama dag og slysið varð.

Í úrskurði héraðsdóms segir að ekki hafi verið að sjá af yfirlitsmyndum lögreglunnar af slysstað að áberandi viðvörunarskilti hafi verið á svæðinu. Þá var niðurstaða sérfræðinga að girðingin gat verið ótraust miðað við aðstæður auk þess sem svæðið var ekki upplýst.

Héraðsdómur dæmdi því borgina bótaskylda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×