Stytting Vestfjarðavegar með tveimur stórbrúm eitt stærsta verkefnið 4. október 2011 18:49 Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrir áramót þriggja milljarða króna verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem felur í sér þverun tveggja fjarða og átta kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. Vegarkaflinn er ekki um hinn umdeilda Teigsskóg heldur vestar á kjálkanum um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð. Þarna liggur nú 24 kílómetra langur malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum og með fjórum einbreiðum brúm. Vegagerðin vill fá í staðinn beinan og breiðan malbiksveg og stytta leiðina um átta kílómetra með því að fara þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, en Vegagerðin segir mjög snjóþungt í botni fjarðanna. Brýrnar yfir firðina verða hafðar stórar, 160 og 116 metra langar, til að tryggja eðlilegt vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Vegagerðin segir að með þverum skapist betra næði í fjarðabotnunum og auknir útivistarmöguleikar. Jafnframt skapist betra næði við fimm arnarvarpsstaði. Ráðamenn Reykhólahrepps sjá kosti við að losna við veginn úr botnunum. Oddvitinn, Andrea Björnsdóttir, segir að þarna verði gríðarlega friðsælt og virkilega gaman fyrir ferðafólk að skoða þessa paradís. Ekki er vitað til þess að samtök né landeigendur leggist gegn framkvæmdinni en búist er við að Skipulagsstofnun gefi út álit sitt á umhverfisáhrifum um miðjan nóvember. Vegagerðin vonast til að bjóða út verkið fyrir áramót og að því verði lokið árið 2014. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrir áramót þriggja milljarða króna verkefni á sunnanverðum Vestfjörðum sem felur í sér þverun tveggja fjarða og átta kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. Vegarkaflinn er ekki um hinn umdeilda Teigsskóg heldur vestar á kjálkanum um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð. Þarna liggur nú 24 kílómetra langur malarvegur um kjarrigróna eyðifirði, með kröppum beygjum og blindhæðum og með fjórum einbreiðum brúm. Vegagerðin vill fá í staðinn beinan og breiðan malbiksveg og stytta leiðina um átta kílómetra með því að fara þvert yfir bæði Kjálkafjörð og Mjóafjörð, inn af Kerlingarfirði, en Vegagerðin segir mjög snjóþungt í botni fjarðanna. Brýrnar yfir firðina verða hafðar stórar, 160 og 116 metra langar, til að tryggja eðlilegt vatnaskipti milli flóðs og fjöru. Vegagerðin segir að með þverum skapist betra næði í fjarðabotnunum og auknir útivistarmöguleikar. Jafnframt skapist betra næði við fimm arnarvarpsstaði. Ráðamenn Reykhólahrepps sjá kosti við að losna við veginn úr botnunum. Oddvitinn, Andrea Björnsdóttir, segir að þarna verði gríðarlega friðsælt og virkilega gaman fyrir ferðafólk að skoða þessa paradís. Ekki er vitað til þess að samtök né landeigendur leggist gegn framkvæmdinni en búist er við að Skipulagsstofnun gefi út álit sitt á umhverfisáhrifum um miðjan nóvember. Vegagerðin vonast til að bjóða út verkið fyrir áramót og að því verði lokið árið 2014.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira