Ekkert bólar á siðareglum forsetans Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. október 2011 20:15 Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Forsetinn hefur ekki enn sett sér siðareglur þrátt fyrir gagnrýni og ábendingar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Forsætisráðherra átti langan fund með forsetanum í síðustu viku til að ræða framgöngu hans að undanförnu. Engum dylst að kaldir vindar hafa blásið milli forsetans og ríkisstjórnarinnar. Fundir ríkisráðs geta verið vettvangur fyrir ráðherra að gera athugasemdir við framkomu og embættisfærslur forsetans, en ríkisráð fundaði í gær á Bessastöðum. „Þessi mál komu ekkert til tals þar. Ég hafði í síðustu viku átt langt og ítarlegt samtal við forseta Íslands þar sem voru hreinskiptnar umræður. Og við fórum vel yfir þessi samskipti milli stjórnvalda og forsetaembættisins. Það er ekkert meira um það að segja, enda ríkir trúnaður um fundi okkar forseta," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis voru gerðar aðfinnslur við framgöngu forsetans í útrásinni og lagt var til að embættið setti sér siðareglur. Forsætisráðherra ritaði forsetanum bréf á síðasta ári og spurði hvort slíkar reglur hefðu verið settar en í svari forseta kom fram að hann teldi sér ekki skylt að setja slíkar reglur. Og í einu svarbréfi embættis hans sagðist hann líta svo á að bréf forsætisráðherra byggðist á „margháttuðum misskilningi," eins og það var orðað. Jóhanna segst ekki hafa blandað sér meira í þetta mál eftir að hafa ritað embættinu bréf þegar skýrslan kom út. „Ég beindi spurningum til forsetaembættisins um hvernig að því yrði staðið og forsetinn taldi að það væri rétt að hann snéri sér til Alþingis með það og eftir það hef ég ekki haft frekari afskipti af þessu máli," segir Jóhanna. Aðspurð hvort hún telji rétt og eðlilegt að settar verði slíkar siðareglur fyrir embætti forseta segist hún ekki vilja svara því, en segist taka undir þau sjónarmið sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hvorki forsetinn né embætti hans hefðu sett sér siðareglur. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira