Erlent

Pútín vill sameina Austur-Evrópu

Pútín hefur stórar hugmyndir um Austur-Evrópu.
Pútín hefur stórar hugmyndir um Austur-Evrópu. mynd/AFP
Í grein sem Vladimir Pútín, núverandi forsætisráðherra Rússlands, birti í blaðinu Izvestia fyrir stuttu sagðist hann vilja setja á laggirnar nýtt heimsveldi sem gæti skákað bæði Sameinuðu Þjóðunum og Bandaríkjunum.

Í greininni sagði Pútín að Rússar hefðu fengið mikilvægan arf frá Sóvíétríkjunum. Hann sagði arfinn felast í sterkum innviðum fyrrum Sovétríkjanna, sérhæfðum verksmiðjum og framleiðslustöðvum, ásamt sameiginlegum grunni menningar, vísinda og tungu. Hann sagði það vera skyldu Rússlands að nota þessa mikilvægu arfleifð til að sameina pólitík, efnahag og gildi Austur-Evrópu.

Evrasíu Sambandið yrði mun frjálsara en fyrrum Sovétríkin, segir Pútín. Löndum Austur-Evrópu yrði frjálst að sækja um aðild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×