Innlent

Fundu skothylki fyrir framan Alþingishúsið

Frá mótmælunum í gærkvöldi.
Frá mótmælunum í gærkvöldi.
„Okkur var mjög brugðið að sjá þetta," segir Þorsteinn Pálmarson, framkvæmdastjóri hreinsunarfyrirtækisins Allt-Af, en þeir fundu tvær 22. kalibera byssukúlur fyrir framan Alþingishúsið.

Þorsteinn var að þrífa húsið þegar hann rak augun í skotin sem lágu upp við húsið. Þorsteinn fór því næst með skotin til þingvarða sem kölluðu til lögreglunnar.

Það var mbl.is sem greindi fyrst frá málinu en þar kemur fram í viðtali við Hörð Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóra, að skotin hafi verið smágerð eða 22. kalíbera að stærð.

Strangar reglur gilda um skotfæri og segir Hörður í samtali við mbl.is að það sé ekki forsvaranlegt að skilja skothylkin eftir á glámbekk.

En Þorsteini var nokkuð brugðið þegar Vísir ræddi við hann. „Við erum búnir að þrífa Alþingi nú í nokkur ár og fundið ýmsan varning, og líklega allt sem hægt er að finna. En þetta er í fyrsta skiptið sem við sjáum skothylki," segir Þorsteinn að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×