Innlent

Drykkja rýkur upp í framhaldsskóla

Meðal þeirra sem kynntu Forvarnadaginn 2011 fyrir fjölmiðlamönnum í gær voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Jón Gnarr borgarstjóri.
Fréttablaðið/valli
Meðal þeirra sem kynntu Forvarnadaginn 2011 fyrir fjölmiðlamönnum í gær voru Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Jón Gnarr borgarstjóri. Fréttablaðið/valli
Hátt í helmingur sextán og sautján ára framhaldsskólanema, sem tekur þátt í rannsóknum tengdum forvörnum, segist aðspurður hafa verið ölvaður á síðustu þrjátíu dögum. Hlutfallið meðal nemenda í tíunda bekk grunnskóla er einungis níu prósent.

Þetta sýnir að ölvunardrykkja ungmenna eykst hratt eftir að grunnskóla lýkur, að því er segir í tilkynningu um Forvarnadaginn 2011, sem haldinn verður á morgun, 5. október.

Þá munu fara fram umræður nemenda í grunnskólum umhugmyndir þeirra og tillögur að nýbreytni í æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þáttum sem eflt geta forvarnir. Hugmyndirnar eru teknar saman í skýrslu sem birt verður á vefsíðu dagsins, forvarnardagur.is.

Þá verður einnig efnt til samkeppni um myndband sem haldið getur ungu fólki frá áfengi sem lengst, eða jafnvel alfarið. Sú samkeppni er opin öllum nemendum í framhaldsskólum og jafnframt nemum í 9. og 10. bekk grunnskóla. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndböndin og nema þau samtals hálfri milljón króna. Frestur til að skila inn myndbandi rennur út 1. nóvember.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×